Heilsueflandi Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 9. desember 2015 07:00 Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Öll tökum við alls konar ákvarðanir daglega sem varða okkar heilsu og samfélagið sem við lifum í býr til þann ramma sem við tökum mið af þegar við tökum þær ákvarðanir. Því er svo mikilvægt að þeir sem taka að sér að vera fulltrúar almennings við ákvarðanatöku, í sveitarfélögum eða ríki, hafi þessa ábyrgð sína ofarlega í huga við alla stefnumótun, ákvarðanatöku og mat á árangri samfélags eða sveitarfélags. Til eru heilmiklar rannsóknir á því í hvernig samfélögum fólki líður best og í hvernig samfélagi fólk er við besta heilsu og hvernig hægt er að meta árangur í þessum málum, rétt eins og við mælum hagvöxt og atvinnuleysi. Ríkisstjórnir geta stuðlað að jöfnuði og jöfnu aðgengi fólks að heilsugæslu, menntun og svo framvegis en sveitarfélögin sem skipuleggja nærumhverfi og nærþjónustu fólks hafa í þessum efnum líka mögnuð tækifæri. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir heilbrigði, hamingju og vellíðan fólks að íbúabyggð sé þannig skipulögð að það sé stutt í þjónustu, að fólk hafi tækifæri til hreyfingar, geti hjólað eða gengið til vinnu eða í skóla, nálgast heilsusamlegan mat og gefandi félagsstarf. Í þessum anda hefur Reykjavík ákveðið að vinna en í kjölfar samnings við Embætti landlæknis árið 2013 hófst vinna við það að heilsuefla borgina. Það þýðir að við viljum skapa borgarbúum þá umgjörð að það sé auðvelt fyrir þá að taka ákvarðanir í sínu daglega lífi, sem eru góðar fyrir þeirra heilsu. Borgarstjórn þarf einnig að taka mið af áhrifum ákvarðana sinna á lýðheilsu með mun skipulegri hætti en hingað til. Þetta inniber einnig að Reykjavík ætlar sér að styðja við og efla þá þætti borgarmannlífsins sem eru í eðli sínu góðir og ganga vel. Þetta á við um íþróttastarf, félagsstarf fatlaðra, hverfastarf og samvistir barna með foreldrum svo eitthvað sé nefnt. Með sama hætti hefur Reykjavík einsett sér að vinna gegn þeim þáttum sem skaðað geta heilsu fólks eins og aðgengi að vímuefnum, óheilsusamlegum mat á starfsstöðvum borgarinnar o.s.frv. Undanfarið ár hefur stýrihópur skipaður stjórnmálamönnum og fagfólki skipulagt hvernig best sé staðið að því að heilsuefla umhverfi barna og ungmenna í borginni. Samhliða rannsóknum á heilbrigði og jöfnuði í hverfum borgarinnar sem nú fara fram, hefur verið ákveðið að hefjast handa með heilsueflandi starf í leikskólum, grunnskólum, frístundarheimilum og félagsmiðstöðvum barna í allri Reykjavík, enda eru það fjölmennustu starfseiningar borgarinnar og virka oft eins og hjartað í hverju hverfi. Stefnan er að allir leikskólar, grunnskólar og frístundamiðstöðvar verði heilsueflandi og vinni þannig kerfisbundið að því að ná betri árangri í sínu starfi.Reykjavík í einstæðri stöðu Í nóvember komu saman fulltrúar allra þessara aðila, þar sem einn helsti sérfræðingur Evrópu í heilsueflandi skólastarfi leiðbeindi um það, hvernig best væri að bera sig að til að ná þessum markmiðum. Að hans mati er Reykjavíkurborg í einstæðri stöðu til að ná árangri í þessum efnum, og ef rétt verður á málum haldið gæti hún vísað öðrum veginn til heilsusamlegra borgarsamfélags. En háleit markmið eru eitt, að ná að framkvæma þau er það sem máli skiptir. Til að styðja við heilsueflandi starf og samræma verklag innan hverfa munu verkefnastjórar félagsauðs og forvarna á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar halda utan um verkefnið og verða sérfræðingar Reykjavíkurborgar í heilsueflingu. Þeir vinna enda í nánu samráði við leik-, grunn- og framhaldsskóla, frístund, félagsmiðstöðvar, lögreglu, verslunareigendur, heilsugæslu og aðra aðila innan hvers hverfis sem eru í lykilstöðu til að hafa áhrif innan hverfis á heilbrigði barna og ungmenna. Heilsueflingarstarfið mun svo smám saman ná til allra starfsstöðva borgarinnar og enda í að öll hverfi borgarinnar verða orðin heilsueflandi eins og bæði Breiðholt og Grafarvogur hafa þegar byrjað að vinna að. Við höfum einstakt tækifæri til að breyta Reykjavík í heilsueflandi borg – borg sem styður við heilsu, hamingju og vellíðan íbúa. Til að það gerist þarf að taka lýðheilsusjónarmið til skoðunar við alla ákvarðanatöku borgarstjórnar og vinna skipulega að heilsueflingu í öllum hverfum borgarinnar. Sú vinna er komin á fullt í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun