Hversu há þarf framfærsla eldri borgara að vera? Björgvin Guðmundsson skrifar 9. desember 2015 07:00 Engin könnun hefur verið gerð á því hvað eldri borgarar þurfi mikið sér til framfærslu, þegar þeir eru hættir störfum. Raunar hefur Hagstofan ekki kannað framfærslukostnað almennt. En hún hefur reglulega kannað neyslukostnað, gert neyslukannanir. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Húsnæði er inni í þeirri tölu og nær allir neysluliðir. Þegar velferðarráðuneytið kannaði árið 2011 hvert ætti að vera dæmigert neysluviðmið var útkoman svipuð og í neyslukönnun Hagstofunnar. Ljóst er því að miða má við hana. Ég tel, að neyslukönnun Hagstofunnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfjakostnaður, eru þó lægri en meðaltalsraunkostnaður þessara kostnaðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upphæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi. Lífeyrir aldraðra hjá Tryggingastofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðaltali neyslukönnunar Hagstofunnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta.FEB vill miða við neyslukönnunina Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðalfundum sínum að hækka ætti lífeyrinn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hagstofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara! Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkisstjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þúsundum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum! Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarkslaun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr. Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Engin könnun hefur verið gerð á því hvað eldri borgarar þurfi mikið sér til framfærslu, þegar þeir eru hættir störfum. Raunar hefur Hagstofan ekki kannað framfærslukostnað almennt. En hún hefur reglulega kannað neyslukostnað, gert neyslukannanir. Samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar er meðaltalsneysla einhleypinga 321 þúsund krónur á mánuði. Húsnæði er inni í þeirri tölu og nær allir neysluliðir. Þegar velferðarráðuneytið kannaði árið 2011 hvert ætti að vera dæmigert neysluviðmið var útkoman svipuð og í neyslukönnun Hagstofunnar. Ljóst er því að miða má við hana. Ég tel, að neyslukönnun Hagstofunnar eigi við eldri borgara eins og aðra. Sumir liðir könnunarinnar, eins og lækniskostnaður og lyfjakostnaður, eru þó lægri en meðaltalsraunkostnaður þessara kostnaðarliða hjá eldri borgurum. Eldri borgarar eyða m.ö.o. hærri upphæðum í læknis- og lyfjakostnað en nemur meðaltali slíks kostnaðar hjá almenningi. Lífeyrir aldraðra hjá Tryggingastofnun er aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatta (einhleypingar, sem ekki hafa aðrar tekjur en frá TR). Það vantar því 129 þúsund krónur á mánuði upp á, að lífeyrir TR nái meðaltali neyslukönnunar Hagstofunnar. Tölurnar eru sambærilegar, þar eð í báðum tilvikum eru þær án skatta.FEB vill miða við neyslukönnunina Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ítrekað ályktað á aðalfundum sínum að hækka ætti lífeyrinn frá almannatryggingum um 129 þúsund krónur á mánuði svo hann næði upphæð neyslukönnunar Hagstofunnar. En stjórnvöld hafa hundsað þá ályktun eins og þau hafa hundsað aðrar ályktanir eldri borgara! Félag eldri borgara hefur boðið, að þessi munur, 129 þúsund krónur, yrði jafnaður í þremur áföngum. En ríkisstjórnin hefur virt þá ósk að vettugi. Það eina sem stjórnin býður eru rúmar 20 þúsund krónur af þessum 129 þúsundum! Rausnarlegt það, þegar nógir peningar eru til. Stjórnin hefur meira að segja afsalað sér sköttum! Ef lífeyrir eldri borgara hjá TR hækkar um 14,5% eins og lágmarkslaun hækkuðu hækkar lífeyririnn um 32.625 krónur á mánuði. Lífeyrir aldraðra, sem einungis hafa tekjur hjá TR, er í dag 225 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. 14,5% hækkun gerir 32.625 kr. Ef lífeyrir aldraðra hjá TR hækkar alls upp í 300 þúsund á mánuði á þremur árum eins og lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hjá TR hækkað verulega. Ríkisstjórnin ætti að taka rögg á sig og stíga þessi skref.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun