Hafið í loftslaginu Stefán Kristmannsson skrifar 18. desember 2015 00:00 Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjórinn var mikilvægur hluti umræðunnar á loftlagsráðstefnunni sem lauk nýlega í París. Í rauninni ættum við að tala um veðurfarsráðstefnu þar sem sjórinn og hafið leika þar stórt hlutverk, sérstaklega á okkar norðlægu slóðum, ekki síður en lofthjúpurinn. Reginmunur er samt á tímalengd ferla veðurs og sjávar sem munar hundraðföldun þar sem lágþrýstilægðin þeytist yfir hafið á nokkrum dögum en sjóinn tekur ár að færast sömu leið. Það er rætt um súrnun sjávar og hækkun sjávarborðs, það fyrra vegna gleypni sjávar á auknu koldíoxíði í andrúmslofti af mannavöldum og hið seinna vegna bráðnunar jökla og hlýnunar sjávar. Það er vissulega þörf umræða sem kemur okkur öllum við. En samt eru fleiri mikilvægir þættir í flóknu samspili veðurkerfa og sjávarstrauma umhverfis okkur á norðurhveli sem gætu hugsanlega raskast. Ísland er á mörkum hlýsjávar og kaldsjávar. Fyrir sunnan og vestan land er hlýr Atlantssjór sem kemur að sunnan og er hluti af hinum mikla hitagjafa norðurhafa, Golfstraumnum. Streymi hans alla leið til okkar og enn stærri hluti hans norður í Noregshaf leggur grundvöll að byggð svo norðarlega á hnettinum. Erfitt mundi fiskveiðiþjóð að þrífast pólmegin við þennan jaðar milli hlý- og kaldsjávar. Aftur á móti kemur kaldi sjórinn að norðan og upp að norðausturströndinni. Það eru sveiflur í straummagninu frá einu ári til annars eins og sagan hefur kennt okkur. Skemmst er að minnast hafísáranna fyrir 50 árum síðan þegar mikið af köldum bráðnunarsjó, svonefndum pólsjó kom upp að landinu norðan og austan með miklum kuldum og röskun á lífríki sjávar til langframa. Hafísárin voru áminning um áhættu þess að búa á jaðrinum við norðurheimskautið í hlýnandi heimi. Einn veigamikill eðlisþáttur í straumakerfi norðurhafa er kólnun sjávar við yfirborð svo hann sökkvi. Þegar selturíkur sjór að sunnan kólnar á norðurslóðum og sekkur skilur hann ekki aðeins eftir hitaorku í andrúmsloftinu heldur byrjar hann að síga aftur suður á bóginn sem djúpsjór. Sjórinn sem er saltastur [A1] sekkur mest og myndar strauma eftir botni og þessi sjór rennur í stríðum straumum suður í Atlantshafið í leit að sínu jafnvægi. Þetta skeður umhverfis okkur á veturna í Norðurhöfum. Af þessu leiðir að hlýsjórinn að sunnan, Golfstraumurinn er drifinn norður á bóginn vegna myndunar djúp- og botnsjávar. Þetta er mikilvægur hluti hringrásar heimshafanna við núverandi aðstæður í veðurfari. Fleira kemur augljóslega til eins og vindakerfin á norðurhveli.Veruleg kólnun gæti orðið Bráðnun íss minnkar seltu sjávar og sjórinn sem myndast kallast pólsjór og er léttari en fullsaltur sjór og breiðist út í þunnum lögum í yfirborði. Pólsjór liggur yfir mestöllu Norður-Íshafi. Við aukna bráðnun hafíss og jökulíss getur því pólsjórinn myndað lok yfir saltari sjó og hafið fær einkenni stöðuvatns með meiri útbreiðslu á hafís. Seltan í sjónum setur því skilyrði fyrir myndun djúpsjávar. Ef hún er of lág vegna bráðnunar getur sjórinn ekki sokkið lengur og myndað djúpsjó. Ef þessi drifkraftur djúpsjávarmyndunar er ekki lengur til staðar af sama styrk hvert fer þá hlýsjórinn að sunnan? Mundi hlýsjórinn komast eins langt norður og nú? Er ekki mögulegt að jaðarinn milli hlý- og kaldsjávar færist til og nái ekki eins langt norður. Það er augljóst að það mundi hafa feikilegar afleiðingar fyrir okkur sem fiskveiðiþjóð á mörkum hins byggilega heims ef straumkerfi Norður-Atlantshafs færi úr skorðum og áhrifin yrðu vissulega langmest við jaðarinn. Að sjálfsögðu eru allir þessir ferlar í hafstraumum og náttúrufari miklum óvissum háðir, en til langs tíma litið gæti orðið veruleg kólnun á okkar slóðum þrátt fyrir hlýnun jarðar.[A1] Þarf ekki endilega að vera þannig, t.d. er GSDW undir EBDW þó EBDW sé saltari.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun