Gerum betur í samgöngumálum Helgi Kjartansson skrifar 17. desember 2015 07:00 Mannanna verk standa ekki öll um aldur og ævi. Sum endast vel og lengi og skila hlutverki sínu eins og til var ætlast en önnur þarfnast viðhalds og lagfæringar fljótlega eftir að þau eru tekin í gagnið. Allt fer það eftir því hvernig staðið var að framkvæmdum í upphafi og hvaða hlutverki verkið átti að þjóna þegar það var undirbúið. Margt getur breyst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á endingu. Á sínum tíma var vegakerfið í Uppsveitum Árnessýslu hannað og byggt upp til að þjóna íbúum, frístundabyggðinni og þeim ferðamönnum sem þá lögðu leið sína um sveitirnar. En á síðustu árum hefur álag á kerfið margfaldast vegna aukins fjölda ferðamanna um svæðið. Það gefur augaleið að eitthvað gefur þá eftir. Vegakerfið á þessu svæði þarf að bera um 80-90% af umferð þeirra erlendu ferðamanna sem leggja leið sína til landsins. Á þessu ári má því gera ráð fyrir að a.m.k. 800.000-900.000 erlendir ferðamenn fari um þessa vegi til viðbótar við íbúa og innlendu ferðamennina sem gætu verið um 200.000. Þegar fjöldi erlendra ferðamanna verður komin upp í 2 milljónir eftir nokkur ár, eins og spár gera ráð fyrir, og sama hlutfall leggur leið sína í Uppsveitirnar, má gera ráð fyrir að 1,6-1,8 milljónir erlendra ferðamanna fari um vegina það árið. Helstu náttúruperlur og vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Bláskógabyggð og þar af leiðandi er þar eitt landsins mesta álag á vegi. Þingvallavegur, Biskupstungnabraut, Laugarvatnsvegur, Reykjavegur, Kjalvegur, vegurinn um Eystri Tunguna og vegurinn frá Brúarhlöðum að Biskupstungnabraut eru vegir í Bláskógabyggð sem þarfnast gífurlega viðhalds. Það er ekki hægt að bíða lengur með að byggja þá upp og búa þannig um hnútana að þeir beri alla þá umferð sem um þá fer dags daglega. Samkvæmt úttekt sem viðurkenndir aðilar hafa gert er hluti af þessum vegum sem að ofan eru taldir meðal hættulegustu vega á landinu ef horft er til tíðni umferðaslysa.Mikilvægt að dreifa álaginu Það er gríðar mikilvægt að hægt verði að dreifa álagi á þessa vegi sem mest um aðrar leiðir. Dæmi um slíka leið er Reykjavegur (355), sem liggur á milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Reykjavegurinn hefur verið á samgönguáætlun í mörg ár en alltaf þegar á að fara í framkvæmdir hefur verkinu verið frestað og hafa ýmsar ástæður verið nefndar í gegnum tíðina. Reykjavegurinn skiptir miklu máli fyrir okkur íbúa í sameinuðu sveitarfélagi þar sem hann tengir saman þéttbýlisstaðina Laugarvatn og Reykholt. Vegurinn er hættulegur á köflum og um hann fer mikil umferð. Til stóð að bjóða Reykjaveginn út í haust og hefja framkvæmdir árið 2016. En samkvæmt nýjum fjárlögum er framkvæmdum enn frestað um óákveðinn tíma þar sem Vegagerðin fær ekki nægilegt fjármagn til að getað farið í þessa nauðsynlegu framkvæmd. Slysum á þjóðvegum landsins fjölgar, margar ástæður eru þar að baki, m.a. viðhald vega. Í Bláskógabyggð er ástand sumra vega þannig að slysahætta er veruleg. Vegaxlir eru víða farnar að gefa sig, vegir eru slitnir og regnvatn safnast í polla og rásir með þeirri hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Mikil umferð langferðabíla fer eftir öllum þessum vegum og margir telja að þess sé ekki langt að bíða að stórt rútuslys verði. Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Ekki viljum við að sú staða komi upp. Ríkisvaldið þarf nauðsynlega að setja meira fjármagn í samgöngumál, það þarf að gera þarf meira og betur en gert er ráð fyrir í næstu fjárlögum. Ég trúi ekki öðru en að samstaða sé um það mál því það er mikið í húfi að strax sé farið í að byggja vegakerfið upp áður en ferðamönnum fjölgar eins og spár gera ráð fyrir. Það hefur aldrei þótt gott að láta taka sig í bólinu eins og ráðherra ferðamála hefur bent á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mannanna verk standa ekki öll um aldur og ævi. Sum endast vel og lengi og skila hlutverki sínu eins og til var ætlast en önnur þarfnast viðhalds og lagfæringar fljótlega eftir að þau eru tekin í gagnið. Allt fer það eftir því hvernig staðið var að framkvæmdum í upphafi og hvaða hlutverki verkið átti að þjóna þegar það var undirbúið. Margt getur breyst á stuttum tíma sem getur haft áhrif á endingu. Á sínum tíma var vegakerfið í Uppsveitum Árnessýslu hannað og byggt upp til að þjóna íbúum, frístundabyggðinni og þeim ferðamönnum sem þá lögðu leið sína um sveitirnar. En á síðustu árum hefur álag á kerfið margfaldast vegna aukins fjölda ferðamanna um svæðið. Það gefur augaleið að eitthvað gefur þá eftir. Vegakerfið á þessu svæði þarf að bera um 80-90% af umferð þeirra erlendu ferðamanna sem leggja leið sína til landsins. Á þessu ári má því gera ráð fyrir að a.m.k. 800.000-900.000 erlendir ferðamenn fari um þessa vegi til viðbótar við íbúa og innlendu ferðamennina sem gætu verið um 200.000. Þegar fjöldi erlendra ferðamanna verður komin upp í 2 milljónir eftir nokkur ár, eins og spár gera ráð fyrir, og sama hlutfall leggur leið sína í Uppsveitirnar, má gera ráð fyrir að 1,6-1,8 milljónir erlendra ferðamanna fari um vegina það árið. Helstu náttúruperlur og vinsælustu ferðamannastaðir landsins eru í Bláskógabyggð og þar af leiðandi er þar eitt landsins mesta álag á vegi. Þingvallavegur, Biskupstungnabraut, Laugarvatnsvegur, Reykjavegur, Kjalvegur, vegurinn um Eystri Tunguna og vegurinn frá Brúarhlöðum að Biskupstungnabraut eru vegir í Bláskógabyggð sem þarfnast gífurlega viðhalds. Það er ekki hægt að bíða lengur með að byggja þá upp og búa þannig um hnútana að þeir beri alla þá umferð sem um þá fer dags daglega. Samkvæmt úttekt sem viðurkenndir aðilar hafa gert er hluti af þessum vegum sem að ofan eru taldir meðal hættulegustu vega á landinu ef horft er til tíðni umferðaslysa.Mikilvægt að dreifa álaginu Það er gríðar mikilvægt að hægt verði að dreifa álagi á þessa vegi sem mest um aðrar leiðir. Dæmi um slíka leið er Reykjavegur (355), sem liggur á milli Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar. Reykjavegurinn hefur verið á samgönguáætlun í mörg ár en alltaf þegar á að fara í framkvæmdir hefur verkinu verið frestað og hafa ýmsar ástæður verið nefndar í gegnum tíðina. Reykjavegurinn skiptir miklu máli fyrir okkur íbúa í sameinuðu sveitarfélagi þar sem hann tengir saman þéttbýlisstaðina Laugarvatn og Reykholt. Vegurinn er hættulegur á köflum og um hann fer mikil umferð. Til stóð að bjóða Reykjaveginn út í haust og hefja framkvæmdir árið 2016. En samkvæmt nýjum fjárlögum er framkvæmdum enn frestað um óákveðinn tíma þar sem Vegagerðin fær ekki nægilegt fjármagn til að getað farið í þessa nauðsynlegu framkvæmd. Slysum á þjóðvegum landsins fjölgar, margar ástæður eru þar að baki, m.a. viðhald vega. Í Bláskógabyggð er ástand sumra vega þannig að slysahætta er veruleg. Vegaxlir eru víða farnar að gefa sig, vegir eru slitnir og regnvatn safnast í polla og rásir með þeirri hættu sem slíkt getur haft í för með sér. Mikil umferð langferðabíla fer eftir öllum þessum vegum og margir telja að þess sé ekki langt að bíða að stórt rútuslys verði. Það væri ekki gott fyrir ferðaþjónustuna ef það orð fer að fara af Íslandi að vegakerfið sé hrunið og beinlínis hættulegt sé að ferðast um landið. Ekki viljum við að sú staða komi upp. Ríkisvaldið þarf nauðsynlega að setja meira fjármagn í samgöngumál, það þarf að gera þarf meira og betur en gert er ráð fyrir í næstu fjárlögum. Ég trúi ekki öðru en að samstaða sé um það mál því það er mikið í húfi að strax sé farið í að byggja vegakerfið upp áður en ferðamönnum fjölgar eins og spár gera ráð fyrir. Það hefur aldrei þótt gott að láta taka sig í bólinu eins og ráðherra ferðamála hefur bent á.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun