Gott fyrsta skref Stjórnarmaðurinn skrifar 16. desember 2015 09:30 Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur tilkynnt að hann undirbúi frumvarp um skattaívilnanir til þeirra sem fjárfesta í smærri félögum. Þetta eru góð tíðindi og nokkuð sem líklegt er til að auðvelda aðgengi smærri félaga að fjármagni. Bjarni þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Í Bretlandi tíðkast svokallaðar EIS-undanþágur. Samkvæmt þeim geta félög safnað fjárfestingu allt að 30 milljónum íslenskum eða þar um bil eftir þeirri leið. Hver einstaklingur getur svo lagt að hámarki 20 milljónir í slík verkefni á ári hverju. Ef EIS leiðin er farin fær einstaklingur þá þegar helming þeirrar upphæðar sem fjárfest er fyrir endurgreidda frá skattinum, og allur hagnaður sem síðar kemur er skattfrjáls. Staðreyndin er sú að smærri félög eiga oft erfitt með að safna utanaðkomandi fjármagni. Mörg þeirra komast því væntanlega vart af teikniborðinu eða líða fljótt undir lok án þess að raunveruleg reynsla sé komin á hugmyndina. Því er nauðsynlegt að búa til umhverfi sem gerir fólki kleift að láta á reyna – af því er samfélagslegur ávinningur. Hitt er svo annað að í fjárfestingu í sprotafyrirtækjum er fólgin mikil áhætta. Því er ekki út á það að setja að þeir sem taka slíka áhættu fái að njóta ávaxtanna. Osbourne fjármálaráðherra og félagar í Íhaldsflokknum telja a.m.k. að samfélagslegur ávinningur sé af því að auka aðgengi sprotafyrirtækja að fjármagni, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð skatttekjur til skamms tíma. Skattahagræðið sem fylgir EIS er líka ein af stóru ástæðunum fyrir því að margir frumkvöðlar velja hugmyndum sínum heimavöll í London. Þar hefur enda sprottið upp stórt samfélag frumkvöðla, þrátt fyrir að borgin sé að mörgu öðru leyti í raun fremur óheppileg fyrir lítil fyrirtæki sem þurfa að stíga á bremsuna hvað varðar allan kostnað. Leiga er með því hæsta sem gerist í veröldinni, skrifræði sem fylgir stórum borgum stundum þungt í vöfum og vinnuafl dýrt á flesta mælikvarða. Ísland hefur í þessu samhengi marga góða kosti. Hér er menntað fólk sem þiggur lág laun í stórborgarsamanburði, býr yfir ágætri tungumálakunnáttu og smæðin gerir það að verkum að hlutirnir hreyfast oft hraðar hér á landi en annars staðar. Ef útfærslan er rétt gæti útspil Bjarna verið ein skrautfjöðrin til í hatt Íslands sem frumkvöðlamiðstöðvar. Þar má hins vegar ekki láta staðar numið. Næst mætti t.d. lækka kostnað við að stofna einkahlutafélög, og einfalda umstangið kringum fyrirtækjarekstur.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira