Handbolti

Sjö mörk Atla Ævars dugðu ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Ævar var markahæstur hjá Sävehof.
Atli Ævar var markahæstur hjá Sävehof. vísir/ernir
Þrjú Íslendingalið áttu leik í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði Sävehof sem tapaði með tveggja marka mun, 34-32, fyrir Aranäs. Línumaðurinn sterki skoraði sjö mörk fyrir Sävehof í leiknum en þau dugðu skammt.

Þetta var annað tap Sävehof í röð en liðið er enn í 3. sæti deildarinnar með 23 stig.

Sigurganga Kristianstad heldur áfram en liðið vann öruggan sigur á Malmö á heimavelli, 27-17. Staðan í hálfleik var 12-9, Kristianstad í vil.

Ólafur Guðmundsson var ekki á meðal markaskorara hjá Kristianstad sem hefur unnið alla 16 leiki sína í deildinni til þessa.

Leó Snær Pétursson komst ekki á blað hjá Malmö sem er í 5. sætinu með 20 stig.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif Eskilstuna biðu lægri hlut fyrir Redbergslids á útivelli, 29-22.

Guif er í 9. sæti deildarinnar með 15 stig, tveimur stigum frá 8. sætinu en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×