Skilaboð frá toppAra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Tengdar fréttir Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin.
Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun