Viðar: Viljum ekki kaupa einhverja mömmustráka Daníel Rúnarsson í Þorlákshöfn skrifar 11. desember 2015 21:42 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir/Anton Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við." Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson var ómyrkur í máli eftir leik sinna manna í Hetti gegn Þór frá Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í kvöld, en leiknum lauk með þægilegum sigri Þórsara 85-61. Höttur er á botni deildarinnar með 0 stig að loknum 10 leikjum. „Þetta var bara hræðilegt. Skelfileg frammistaða sem við sýnum hérna. Við byrjuðum leikinn allt í lagi, þá þurfti Þórs-liðið í mesta lagi að dekka þrjá menn hjá okkur. Svo fór þetta niður í 2 menn og að lokum í 1. Þegar flott lið eins og Þór er fimm á móti einum þá erum við bara í djúpum skít. En staðan var ekkert skelfileg í hálfleik, 9 stigum undir. Svo mæta menn bara ekkert í seinni hálfleikinn. Mesta lagi 1-2 menn. Hinir hefðu alveg eins getað verið inn í klefa, þvílík hörmungar helvítis frammistaða var þetta." sagði Viðar og lagði þunga áherslu á orð sín. Staðan er ekki björt á Egilsstöðum og liðið langneðst í deildinni þegar hún er nærri hálfnuð. „Það er aldrei bjart í desember, nema þegar götuljósin lýsa. Ég var jákvæður eftir síðustu leiki, annars vegar gegn Stjörnunni í deildinni og hinsveagr Þór í bikarnum. En svo erum við bara svo hrikalega andlega veikir að þegar það kemur smá mótlæti þá bara brotnum við. Menn þurfa bara að vera miklu sterkari. Lykilmenn hérna, og þeir vita hverjir þeir eru, eru bara með allt lóðrétt niðrum sig." Blaðamaður spurði Viðar því næst hvort liðið næði að halda sér uppi með þessu áframhaldi. „Þú ert ekki góður í stærðfræði ef þú getur ekki reiknað þetta dæmi. Með svona áframhaldi nei. En við höfum allan tíma til að snúa blaðinu við og safna stigum. Við höfum verið í jöfnum leikjum en þetta var óboðlegt hér í dag. Vonandi geta menn núna spyrnt í helvítis botninn. Hvað er til ráða fyrir þjálfarann, ætlar hann að leita sér að liðsstyrk fyrir komandi átök? „Það eru engir leikmenn í boði held ég. En ég tek hluta af þessu á mig, ég þarf að vinna með þennan leikmannahóp og reyna að nurla saman nógu mörgum stigum til að halda okkur í deildinni. Það þýðir ekki alltaf að fara og kaupa sér hitt og þetta og auglýsa eftir leikmönnum í fjölmiðlum eða hvað sem það nú er. Við höfum þennan kjarna sem ég tel mig eiga að geta náð meira út úr og ætla mér," segir Viðar. „Við munum halda okkur í deildinni á þessu liði. Það þýðir heldur ekkert að ætla að tjalda til einnar nætur. Ef við föllum úr deildinni viljum við ekki vera búnir að kaupa einhverja mömmustráka og gullkálfa sem koma bara til að hirða peninga. Ég vil fá menn með hjarta, það er vanmetið. Ég hef ennþá fulla trú á þessu en við þurfum virkilega að skoða okkar mál eftir svona frammistöðu. Það er ennþá nóg af stigum í pottinum og við verðum að fara að snúa blaðinu við."
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. 85-61 Höttur | Þægilegur Þórssigur í Þorlákshöfn Þór frá Þorlákshöfn landaði þægilegum sigri á nýliðum Hattar frá Egilsstöðum í kvöld, 85-61. Nýliðarnir eru því enn stigalausir eftir 10 leiki á meðan Þórsarar eru með 12 stig og færast upp í 4. sætið. 11. desember 2015 21:15