Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 12:30 Demian Maia er frábær gólfglímumaður. v´siir/getty Eins og aðrir bardagamenn á UFC 194 kvöldinu sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 03.00 aðfaranótt sunnudags sat Demian Maia fyrir svörum á fjölmiðladeginum í gær. Brasilíumaðurinn Maia mætir Gunnari Nelson í búrinu á laugardaginn, en þessi þrautreyndi bardagakappi er í sjötta sæti á styrkleikalista veltivigtarinar í UFC. Gunnar er í 12. sæti.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Margir áhugamenn um UFC og blandaðar bardagalistir hafa viljað sjá Maia og Gunnar berjast í langan tíma því þeir eru taldir tveir af allra bestu gólfglímumönnum heims. Báðir eru með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu. „Þú talaðir nú sjálfur um þennan bardaga fyrir löngu síðan,“ sagði Maia hress í viðtali við MMA-stjörnublaðamanninn Ariel Helwani í gær.Demian Maia situr fyrir svörum í gær.vísir/gettyVill berjast aftur um titilinn Maia er ósáttur við stöðu sína á styrkleikalistanum og finnst hann ekki njóta nógu mikillar virðingar. Honum finnst hann eiga vera ofar og vill fá tækifæri til að bera heimsmeistarabeltið um mittið.Sjá einnig:UFC-veisla í Vegas „Ég vil berjast um titilinn aftur. Ef það hjálpar mér á þeirri leið að vinna Gunnar þá er það besta mál. Ég vona bara að ef ég vinni þá njóti sigurinn virðingar. Ég er enn í sjötta sæti þrátt fyrir að vinna síðast,“ sagði Maia sem viðurkennir að hann tók snemma eftir Gunnari Nelson. „Ég sá hann þegar hann var að byrja í UFC. Þá voru margir að tala um hann. Fólk var mjög hrifið af því hvernig hann notaði jiu jitsu og var að klára bardaga. Þá fór fólk fyrst að tala um að við gætum barist og nú er komið að því.“Gunnar kom á óvart með frábærum höggleik gegn Brandon Thatch.vísir/gettyTil í að fara í gólfið Maia er enginn vélbyssukjaftur frekar en Gunnar og ber mikla virðingu fyrir mótherjum sínum. Hann segir okkar mann betri en sjálfan sig í einum hlut en þegar kemur að gólfglímu er ekki spurning um hvor sé betri.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina „Gunnar er líklega aðeins betri að kýla. Ég veit samt ekki hvert bardaginn fer, en Gunnar hefur meiri trú á höggunum sínum en ég á mínum. Ég er samt betri í gólfglímu. Hann er góður í jiu jitsu en ég er samt betri,“ sagði Maia. „Hann segist vilja fara í gólfið. Kannski verður hans taktík að halda bardaganum standandi en hann segist vilja fara í gólfið. Hann segist ekki vera hræddur við mig í gólfinu og vill spreyta sig gegn mér þannig við sjáum bara til,“ sagði Demian Maia. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Sjá meira
Eins og aðrir bardagamenn á UFC 194 kvöldinu sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 03.00 aðfaranótt sunnudags sat Demian Maia fyrir svörum á fjölmiðladeginum í gær. Brasilíumaðurinn Maia mætir Gunnari Nelson í búrinu á laugardaginn, en þessi þrautreyndi bardagakappi er í sjötta sæti á styrkleikalista veltivigtarinar í UFC. Gunnar er í 12. sæti.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Margir áhugamenn um UFC og blandaðar bardagalistir hafa viljað sjá Maia og Gunnar berjast í langan tíma því þeir eru taldir tveir af allra bestu gólfglímumönnum heims. Báðir eru með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu. „Þú talaðir nú sjálfur um þennan bardaga fyrir löngu síðan,“ sagði Maia hress í viðtali við MMA-stjörnublaðamanninn Ariel Helwani í gær.Demian Maia situr fyrir svörum í gær.vísir/gettyVill berjast aftur um titilinn Maia er ósáttur við stöðu sína á styrkleikalistanum og finnst hann ekki njóta nógu mikillar virðingar. Honum finnst hann eiga vera ofar og vill fá tækifæri til að bera heimsmeistarabeltið um mittið.Sjá einnig:UFC-veisla í Vegas „Ég vil berjast um titilinn aftur. Ef það hjálpar mér á þeirri leið að vinna Gunnar þá er það besta mál. Ég vona bara að ef ég vinni þá njóti sigurinn virðingar. Ég er enn í sjötta sæti þrátt fyrir að vinna síðast,“ sagði Maia sem viðurkennir að hann tók snemma eftir Gunnari Nelson. „Ég sá hann þegar hann var að byrja í UFC. Þá voru margir að tala um hann. Fólk var mjög hrifið af því hvernig hann notaði jiu jitsu og var að klára bardaga. Þá fór fólk fyrst að tala um að við gætum barist og nú er komið að því.“Gunnar kom á óvart með frábærum höggleik gegn Brandon Thatch.vísir/gettyTil í að fara í gólfið Maia er enginn vélbyssukjaftur frekar en Gunnar og ber mikla virðingu fyrir mótherjum sínum. Hann segir okkar mann betri en sjálfan sig í einum hlut en þegar kemur að gólfglímu er ekki spurning um hvor sé betri.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina „Gunnar er líklega aðeins betri að kýla. Ég veit samt ekki hvert bardaginn fer, en Gunnar hefur meiri trú á höggunum sínum en ég á mínum. Ég er samt betri í gólfglímu. Hann er góður í jiu jitsu en ég er samt betri,“ sagði Maia. „Hann segist vilja fara í gólfið. Kannski verður hans taktík að halda bardaganum standandi en hann segist vilja fara í gólfið. Hann segist ekki vera hræddur við mig í gólfinu og vill spreyta sig gegn mér þannig við sjáum bara til,“ sagði Demian Maia. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Greindi frá válegum tíðindum Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Jimmy Butler endaði hjá Golden State Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Sjá meira
Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00
Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00
Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30