Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2015 13:49 Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir útgerðina vera með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðirnar, í kjaraviðræðum sem slitnaði upp úr fyrir mánuði. Sjómenn hafa verið hafa samningslausir í um fimm ár íhuga að grípa til aðgerða, sem þeir hafa ekki gert í bráðum sextán ár. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að á síðasta fundi fulltrúa sjómanna með fulltrúum Sambands fyrirtækja í sjávarútvegi hafi útgerðarmenn lagt fram tilboð sem forysta sjómanna telji óásættanlegt. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir sambandið nú kanna hug sjómanna til aðgerða en þeir hafa verið án kjarasamnings frá því í byrjun árs 2011, eða í tæp fimm ár.Það verður að teljast nokkuð mikið langlundargeð? „Já, það er eiginlega ekki hægt að segja annað. En svona er nú staðan. Það hefur verið erfitt að fá útvegsmenn að borðinu til að ræða endurnýjun kjarasamninga, segir Hólmgeir. Það strandi á mörgu. „Ég hugsa að kröfur útvegsmanna á hendur sjómönnum séu stærri en kröfur okkar á hendur þeim. Þeir hafa verið með stórar kröfur um þátttöku sjómanna í ýmsum kostnaði útgerðarinnar. Meira en þegar er og veiðigjöldunum og öllu því,“ segir Hólmgeir. Sjómenn krefjast hins vegar bóta vegna afnáms sjómannaafsláttar í skattkerfinu, breytinga á reglum um fiskverð og mönnunarmál. Sjómenn fá hlut úr aflaverðmæti, en kauptryggingin tryggir þeim lágmarkskaup, þ.e. ef hlutur nær ekki kauptryggingu fá þeir aldrei minna en kauptrygginguna. „Þeir hafa bara farið fram á að það verði meira tekið framhjá skiptum áður en skipt er. Sem þýðir auðvitað kjaraskerðingu fyrir sjómenn ef það yrði gefið eftir. Í mönnunarmálunum erum við sérstaklega að horfa til þess veruleg fækkun hefur orðið á mönnum á skipum í uppsjávarflotanum. Menn eru komnir allt niður í átta sem við teljum of fátt. Það bíður bara hættunni heim og getur verið öryggismál,“ segir Hólmgeir. Áður hafi verið allt að fimmtán menn á þessum skipum og Sjómannasambandið telji ekki óhætt að hafa þá færri en tíu. Þrátt fyrir samningsleysið frá 2011 hafa sjómenn fengið hækkanir á kauptryggingu sína miðað við kjarasamninga þar til við gerð kjarasaminga nú. Á næsta ári verða sextán ár frá því sjómenn fóru síðast í verkfall. „Jú, það var árið 2001 sem síðasta deila var í hnút. Þá voru sett lög og gerðardómur til að leysa úr því,“ segir Hólmgeir. Nú sé verið að kynna sjómönnum stöðuna og kanna hug þeirra til aðgerða. Ef boðað verði til aðgerða taki rúman mánuð að framkvæma atkvæðagreiðslu og síðan þurfi að boða verkfall með þriggja vikna fyrirvara. Aðgerðir gætu því í fyrsta lagi hafist í byrjun mars.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Sjá meira
Sjómenn vilja láta sverfa til stáls Staðan í kjaraviðræðum er grafalvarleg, að sögn formanns Sjómannasambands Íslands. Hann segir sjómenn þreytta á sífelldum hótunum útgerðanna að ef þeir standi á rétti sínum verði þeir reknir. 28. desember 2015 11:58