Fullkomið ár KR-inga í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 06:00 Grafík/Fréttablaðið Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns. Dominos-deild karla Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Karlalið KR-inga hefur orðið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og þar býr þetta frábæra lið að því að eiga afar öflugan heimavöll í DHL-höllinni við Frostaskjól. KR-ingar töpuðu ekki heimaleik á almanaksárinu 2015 og er það í fyrsta sinn í sögu félagsins síðan lið þurftu að fara í gegnum úrslitakeppni til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. KR-liðið vann ekki aðeins alla 17 heimaleiki ársins 2015 því liðið vann einnig síðustu átta heimaleiki ársins 2014. KR-ingar hafa því unnið 25 heimaleiki í röð á Íslandsmótinu eða alla leiki síðan liðið tapaði 76-95 á móti Stjörnunni í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna 2014. KR komst í lokaúrslitin með sigri í Garðabæ í næsta leik á eftir og hefur unnið alla heimaleiki sína á Íslandsmóti á þeim tuttugu mánuðum sem eru liðnir síðan.Fimm framlengingar í þremur leikjum KR-liðið hefur unnið 11 af þessum 17 leikjum með meira en tíu stigum þar af sex með tuttugu stigum eða meira. Þrír sigranna stóðu hins vegar ansi tæpt og KR-ingar þurftu þá fimm framlengingar í þessum þremur leikjum til þess að landa sigri. KR vann þannig 113-110 sigur á ÍR í fyrsta heimaleik ársins 2015 eftir tvíframlengdan leik þar sem ÍR-ingar komust mest 19 stig yfir. KR-ingar þurftu einnig tvær framlengingar til þess að vinna Njarðvíkinga í oddaleik í undanúrslitum í úrslitakeppninni síðasta vor og unnu síðan Tindastól eftir framlengdan leik í deildarkeppninni á dögunum. KR-ingar eru aðeins sjötta liðið sem nær að vinna alla heimaleiki ársins í deild og úrslitakeppni síðan úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1984. Engin af hinum fimm liðunum hafa aftur á móti leikið jafnmarga taplausa heimaleiki á árinu. Síðasta lið til að ná fullkomnu ári á heimavelli var lið Njarðvíkinga sem vann alla 15 heimaleiki sína undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar árið 2006. Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar þetta ár en töpuðu í lokaúrslitunum árið eftir. Keflavíkurliðið frá árinu 2004 er síðan eina annað liðið á þessari öld (frá 2000) sem hefur unnið alla heimaleiki sína á einu ári en Keflvíkingar unnu alla sextán heimaleiki sína fyrir ellefu árum. Keflavík varð Íslandsmeistari vorið 2004 og vann titilinn einnig vorið eftir og þá þriðja árið í röð.50 sigrar Finns Freys Keflavík og Njarðvík eiga einnig hin þrjú liðin sem hafa náð fullkomnu ári á heimavelli því Keflavíkurliðið frá 1998 og Njarðvíkurliðin frá 1986 og 1987 afrekuðu þetta einnig. Njarðvíkingar voru þarna ósigraðir tvö ár í röð í Ljónagryfjunni á Íslandsmóti og eina tapið árið eftir (1988) kom í tvíframlengdum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Haukum. Haukar bundu þá enda á fjögurra ára sigurgöngu Njarðvíkur á Íslandsmóti en Njarðvíkurliðið hafði þá unnið 29 af 30 Íslandsmótsleikjum í Ljónagryfjunni frá 1986 til 1988. Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson er á sínu þriðja tímabili með KR-liðið og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir árangrinum. KR hefur unnið 50 af 55 deildarleikjum undir hans stjórn og hefur enn ekki tapað seríu í úrslitakeppninni. Þegar kemur að leikjum í DHL-höllinni sprengir KR-liðið hins vegar flesta skala með því að hafa unnið 38 af 40 heimaleikjum í deild og í úrslitakeppni undir stjórn Finns.
Dominos-deild karla Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira