100 ár Árni Páll Árnason skrifar 28. desember 2015 00:00 Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun