Adele: „Það brotna allir saman einhvern tímann“ 27. desember 2015 13:15 Forsíða Time Söngkonan Adele prýddi forsíðu tímaritsins Time á dögunum. Í viðtali í blaðinu ræðir hún nýju plötuna, tónlistarbransann og móðurhlutverkið svo eitthvað sé nefnt. Þegar ný plata Adele, 25, kom út þann 18. nóvember síðastliðinn rústaði hún fyrri sölumetum, meðal annars með því að selja 3,38 milljón eintök í Bandaríkjunum á fyrstu vikunni sem 25 var fáanleg. Sjálf hefur hún ekki hugmynd um hvernig það gerðist. „Þetta er eiginlega fáránlegt. Ég er ekki einu sinni bandarísk. Kannski halda allir að ég sé skyld drottningunni. Kanar eru með þráhyggju fyrir konungsfjölskyldunni," segir Adele, létt í bragði. Í viðtalinu segist hún ekki vita af hverju tónlist hennar er jafn vinsæl og raun ber vitni. Hún segir þó að kannski sé það því hún er óhrædd við að brotna saman. „Það brotna allir saman einhvern tímann. Fullt af fólki reynir að vera hugrakkt og gráta ekki. Stundum þegar þú veist af einhverjum öðrum sem líður jafn ömurlega og þér, eða nálgast hlutina á einhvern hátt sem þú tengir við, þá lætur það þér líða betur. Þó að tónlistin mín sé sorgleg, er líka gleði í henni. Ég vona allavega að ég færi fólki gleði, ekki bara sorg. Kannski er eitthvað hughreystandi við tónlistina. Ég veit það ekki, satt að segja."Adele er ekki vörumerki Sú þróun hefur orðið á undanförnum árum að tónlistarmenn sem öðlast hvað mestar vinsældir, hugsa mikið um ímynd sína - verða hálfpartinn að vörumerki. Adele þolir ekki svona bransatal. „Ég þoli ekki þetta orð, vörumerki (e.brand). Það hljómar eins og ég sé mýkingarefni eða snakkpoki. Ég er það ekki. En listamenn þurfa að hafa persónuleika. Ef þú væntir þess af fólki að það hleypi þér að sér, verður þú að vera allur pakkinn. Ég hef það á tilfinningunni að sumir tónlistarmenn séu þannig að því stærri og frægari sem þeir verða, því ömurlegri manneskjur. Mér er alveg sama hvort þú býrð til geðveika plötu - ef mér líkar ekki við þig, þá kaupi ég ekki plötuna þína. Ég vil ekki spila plötuna þína heima hjá mér ef mér finnst þú vera fáviti."Eðlilegt heimilislíf Adele ræðir einnig um móðurhlutverkið, sem hún segir klárlega hafa breytt sér. Hún finni tilgang í lífi sínu. „Ég er svo stolt af mér að hafa búið hann til. Þessa litlu manneskju sem gengur um allt og gerir það sem hann vill. Ég get ekki beðið eftir að vita hverjir verða bestu vinir hans, hver kærasta eða kærastinn hans verður, hvaða bíómyndir hann fílar... Ég mun alltaf styðja strákinn minn, hvað sem á dynur - hvað sem hann vill verða." Hún segir líf sitt með Angelo, og kærasta sínum Simon Konecki, í London vera eðlilegt heimilislíf. „Það er eins eðlilegt líf og ég get nokkurn tíma átt. Ég held að það myndi koma fólki á óvart. Þegar ég er ekki í myndatöku eða einhverju slíku, þá erum þetta bara við, ég, kærastinn minn og barnið." Vill ekki ala upp barn sem er fáviti Adele vill ekki að frægðin taki yfir líf hennar. „Maður verður að vera í tengslum við sjálfan sig. Ef maður missir þau tengsl, þá langar engan að tala við þig eða hlusta á það sem þú ert að gera. Fólk bara bendir á þig og hlær. Að þér, ekki með þér. Ég vil heldur ekki ala upp barn sem er fáviti og alltaf að kalla á bílstjórann sinn, eða eitthvað fólk sem á að þrífa fötin hans. Ég vil ekki að hann alist þannig upp." Sjálf segist hún hafa lært margt gott á undanförnum árum. Hún hafi lært að glíma við sjálfsefann og kvíðann sem var órjúfanlegur hluti af henni fyrir nokkrum árum. „Mér líður til dæmis ekki vel með að vera fræg. Hversu lengi á mér að líða þannig? Ef ég ætla mér að halda áfram að búa til tónlist, eru ágætis líkur á því að ég verði fræg næstu 20 árin. Á mér að líða illa næstu 20 árin eða verð ég bara að venjast þessu? Ég vil ekki fara í lýtaaðgerð. Ég kem til með að líta svona út að eilífu. Ég verð bara að horfast í augu við það. Og þegar ég hef horfst í augu við það, þá er maður miklu rólegri með það líka." Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira
Söngkonan Adele prýddi forsíðu tímaritsins Time á dögunum. Í viðtali í blaðinu ræðir hún nýju plötuna, tónlistarbransann og móðurhlutverkið svo eitthvað sé nefnt. Þegar ný plata Adele, 25, kom út þann 18. nóvember síðastliðinn rústaði hún fyrri sölumetum, meðal annars með því að selja 3,38 milljón eintök í Bandaríkjunum á fyrstu vikunni sem 25 var fáanleg. Sjálf hefur hún ekki hugmynd um hvernig það gerðist. „Þetta er eiginlega fáránlegt. Ég er ekki einu sinni bandarísk. Kannski halda allir að ég sé skyld drottningunni. Kanar eru með þráhyggju fyrir konungsfjölskyldunni," segir Adele, létt í bragði. Í viðtalinu segist hún ekki vita af hverju tónlist hennar er jafn vinsæl og raun ber vitni. Hún segir þó að kannski sé það því hún er óhrædd við að brotna saman. „Það brotna allir saman einhvern tímann. Fullt af fólki reynir að vera hugrakkt og gráta ekki. Stundum þegar þú veist af einhverjum öðrum sem líður jafn ömurlega og þér, eða nálgast hlutina á einhvern hátt sem þú tengir við, þá lætur það þér líða betur. Þó að tónlistin mín sé sorgleg, er líka gleði í henni. Ég vona allavega að ég færi fólki gleði, ekki bara sorg. Kannski er eitthvað hughreystandi við tónlistina. Ég veit það ekki, satt að segja."Adele er ekki vörumerki Sú þróun hefur orðið á undanförnum árum að tónlistarmenn sem öðlast hvað mestar vinsældir, hugsa mikið um ímynd sína - verða hálfpartinn að vörumerki. Adele þolir ekki svona bransatal. „Ég þoli ekki þetta orð, vörumerki (e.brand). Það hljómar eins og ég sé mýkingarefni eða snakkpoki. Ég er það ekki. En listamenn þurfa að hafa persónuleika. Ef þú væntir þess af fólki að það hleypi þér að sér, verður þú að vera allur pakkinn. Ég hef það á tilfinningunni að sumir tónlistarmenn séu þannig að því stærri og frægari sem þeir verða, því ömurlegri manneskjur. Mér er alveg sama hvort þú býrð til geðveika plötu - ef mér líkar ekki við þig, þá kaupi ég ekki plötuna þína. Ég vil ekki spila plötuna þína heima hjá mér ef mér finnst þú vera fáviti."Eðlilegt heimilislíf Adele ræðir einnig um móðurhlutverkið, sem hún segir klárlega hafa breytt sér. Hún finni tilgang í lífi sínu. „Ég er svo stolt af mér að hafa búið hann til. Þessa litlu manneskju sem gengur um allt og gerir það sem hann vill. Ég get ekki beðið eftir að vita hverjir verða bestu vinir hans, hver kærasta eða kærastinn hans verður, hvaða bíómyndir hann fílar... Ég mun alltaf styðja strákinn minn, hvað sem á dynur - hvað sem hann vill verða." Hún segir líf sitt með Angelo, og kærasta sínum Simon Konecki, í London vera eðlilegt heimilislíf. „Það er eins eðlilegt líf og ég get nokkurn tíma átt. Ég held að það myndi koma fólki á óvart. Þegar ég er ekki í myndatöku eða einhverju slíku, þá erum þetta bara við, ég, kærastinn minn og barnið." Vill ekki ala upp barn sem er fáviti Adele vill ekki að frægðin taki yfir líf hennar. „Maður verður að vera í tengslum við sjálfan sig. Ef maður missir þau tengsl, þá langar engan að tala við þig eða hlusta á það sem þú ert að gera. Fólk bara bendir á þig og hlær. Að þér, ekki með þér. Ég vil heldur ekki ala upp barn sem er fáviti og alltaf að kalla á bílstjórann sinn, eða eitthvað fólk sem á að þrífa fötin hans. Ég vil ekki að hann alist þannig upp." Sjálf segist hún hafa lært margt gott á undanförnum árum. Hún hafi lært að glíma við sjálfsefann og kvíðann sem var órjúfanlegur hluti af henni fyrir nokkrum árum. „Mér líður til dæmis ekki vel með að vera fræg. Hversu lengi á mér að líða þannig? Ef ég ætla mér að halda áfram að búa til tónlist, eru ágætis líkur á því að ég verði fræg næstu 20 árin. Á mér að líða illa næstu 20 árin eða verð ég bara að venjast þessu? Ég vil ekki fara í lýtaaðgerð. Ég kem til með að líta svona út að eilífu. Ég verð bara að horfast í augu við það. Og þegar ég hef horfst í augu við það, þá er maður miklu rólegri með það líka."
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Sjá meira