Stúlkan sem kanslarinn grætti fær að vera áfram í Þýskalandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2015 14:37 Merkel reynir að hughreysta Reem. vísir Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur. Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Reem Sahwil, fjórtán ára gömul palestínsk stúlka sem vísa átti frá Þýskalandi fyrr á þessu ári, hefur nú fengið áframhaldandi dvalarleyfi í landinu ásamt fjölskyldu sinni. Myndband af stúlkunni þar sem hún ræðir við Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, fór eins og eldur í sinu um internetið í júlí síðastliðnum. Í myndbandinu brast Reem í grát fyrir framan Merkel eftir að kanslarinn tjáði henni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að stúlkunni og fjölskyldunni hennar yrði vísað frá Þýskalandi. Þá sagði Merkel jafnframt við Reem að Þýskaland gæti ekki tekið á móti flóttamönnum alls staðar að úr heiminum. Var Merkel harðlega gagnrýnd í heimalandinu í kjölfarið og vildu margir meina að hún hafi virkað köld og vandræðaleg þegar stúlkan fór að gráta. Nokkrum dögum síðar kom kanslarinn í viðtal í þýska sjónvarpinu og sagði að hún hefði viljað vera hreinskilin við stúlkuna. En nú hefur mál Reem fengið farsælan endi, að minnsta kosti í bili. Búist er við að meira en ein milljón flóttamanna komi til Þýskalands á árinu sem nú líður brátt undir lok en það er fjórfalt meiri fjöldi en kom til landsins í fyrra. Í árlegu jólaávarpi sínu hrósaði forseti Þýskalands, Joachim Gauck, öllum þeim sjálfboðaliðum í landinu sem aðstoðað hafa flóttamennina sem þangað hafa komið. Þá kallaði Gauck eftir opinskárri umræðu um hvernig bregðast megi við áframhaldandi straumi flóttafólks til landsins. Aðeins þannig væri hægt að finna langvarandi lausnir sem meirihlut þjóðarinnar væri hlynntur.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24 Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
„Maður vill hugga grátandi stúlku“ Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hún hafi verið hreinskilin og full samúðar þegar hún huggaði palestínska stúlku í liðinni viku en stúlkunni á að vísa úr landi. 19. júlí 2015 23:24
Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Angela Merkel hefur verið harðlega gagnrýnd í Þýskalandi fyrir "harðneskjulegar“ útskýringar í sjónvarpssal á stefnu landsins í innflytjendamálum. 16. júlí 2015 17:28