Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og Íþróttamaður ársins hjá Samtökum Íþróttafréttamanna fyrir árið 2014 kemur aftur til greina sem Íþróttamaður ársins fyrir árið 2015.
Jón Arnór Stefánsson komst í glæsilegan klúbb þegar hann fékk þessa tilnefningu sem var hans tíunda á ferlinum.
Það hafa bara níu aðrir íþróttamenn komist tíu sinnum eða oftar í hóp efstu tíu í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna.
Meðal þeirra er bróðir Jóns Arnórs, Ólafur Stefánsson, sem á sínum tíma var tólf sinnum meðal tíu efstu í kjörinu en Ólafur var fjórum sinnum kjörinn Íþróttamaður ársins.
Sundmaðurinn Guðmundur Gíslason var oftast tilnefndur eða fimmtán sinnum. Ólafur deilir öðru sætinu með júdómanninum Bjarna Friðrikssyni.
Jón Arnór er í 5. sætinu með þeim Ásgeiri Sigurvinssyni, Eið Smára Guðjohnsen, Einari Vilhjálmssyni, Kristjáni Arasyni og Geir Hallsteinssyni.
Jón Arnór stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Berlín þar sem hann stigahæstur (13,6 í leik) og stoðsendingahæstur (5,8 í leik) í liðinu en aðeins sex leikmenn í öllu mótinu gáfu fleiri stoðsendingar að meðaltali en hann.
Jón Arnór spilaði með stórliði Unicaja Malaga á síðasta tímabili þar sem liðið fór í undanúrslit í bæði úrslitakeppninni og í bikarkeppninni.
Liðið tapaði í oddaleik á móti Barcelona í úrslitakeppninni og Barcelona sló Unicaja líka út í undanúrslitum bikarsins.
Jón Arnór vann sér inn þriggja mánaða samning hjá Valencia Basket með frábærri frammistöðu sinni með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu og liðið samdi síðan við hann út tímabilið.
Valencia Basket hefur unnið fyrstu 22 leiki tímabilsins, tólf þeirra í spænsku deildinni og aðra tíu í Evrópukeppninni.
Oftast meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins:
1. Guðmundur Gíslason Sund 15 sinnum
2. Bjarni Friðriksson Júdó 12
2. Ólafur Stefánsson Handbolti 12
4. Valbjörn Þorláksson Frjálsar Íþróttir 11
5. Ásgeir Sigurvinsson Knattspyrna 10
5. Eiður Smári Guðjohnsen Knattspyrna 10
5. Einar Vilhjálmsson Frjálsar Íþróttir 10
5. Geir Hallsteinsson Handbolti 10
5. Jón Arnór Stefánsson Körfubolti 10
5. Kristján Arason Handbolti 10
11. Hreinn Halldórsson Frjálsar Íþróttir 9
11. Örn Arnarson Sund 9
13. Guðjón Valur Sigurðsson Handbolti 8
13. Jón Arnar Magnússon Frjálsar Íþróttir 8
13. Þorsteinn Hallgrímsson Körfubolti 8
Jón Arnór tíundi meðlimurinn í tíu tilnefninga klúbbnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn



Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar
Íslenski boltinn


Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
