Umboðssvik í RÚV? Skjóðan skrifar 23. desember 2015 09:30 Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ríkisstjórnarmeirihlutinn á Alþingi ákvað nú fyrir jólin að láta lækkun útvarpsgjalds standa. Skiljanlega voru stjórnendur RÚV ósáttir við þessa ákvörðun og gerðu hvað þeir gátu til að afstýra henni. Greinilega nutu þeir nokkurs stuðnings úti í samfélaginu. Öllum þykir okkur dálítið vænt um RÚV, sem nú í vikunni fagnaði 85 ára afmæli, en fyrsta útsending Ríkisútvarpsins var einmitt 21. desember 1930. Þeim fer fækkandi sem muna tilveruna án RÚV. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur og yfir muna þá tíma er enginn íslenskur ljósvakamiðill starfaði á Íslandi nema RÚV. Kaninn heyrðist á suðvesturhorninu og lengi vel var hægt að horfa á Kanasjónvarpið. Svo var lokað fyrir Kanann og ekki leið á löngu þar til einkaaðilar fengu að reka hljóðvarp og sjónvarp. Þó að nú séu liðnir meira en þrír áratugir frá því að einkaaðilar fengu leyfi til að reka ljósvakamiðla hefur enn ekki verið komið skikki á samkeppnismál á ljósvakamarkaði. RÚV hefur mikið samkeppnisforskot á einkarekna miðla þar sem það fær sérstakt gjald frá öllum skattgreiðendum auk þess sem það fær að keppa á auglýsingamarkaði. Stjórnendur og unnendur RÚV kvarta undan því að Alþingi hafi skert útvarpsgjaldið og hafa nokkuð til síns máls. Vitanlega er eitthvað bogið við að vera með sérstakt gjald sem merkt er RÚV en láta það ekki allt renna til RÚV. Stjórnendur RÚV geta hins vegar ekki vikið sér undan ábyrgð sinni. Skattgreiðendur eiga kröfu á að stjórnendur RÚV gæti þess að halda rekstri í jafnvægi og stilla útgjöld af á móti tekjum. Tveimur sólarhringum áður en fjárlög voru samþykkt mættu stjórnendur RÚV á fund til fjárlaganefndar og greindu frá því aðspurðir að engar niðurskurðaraðgerðir væru á borðinu þrátt fyrir að lengi hefði legið fyrir að boðuð lækkun útvarpsgjald kynni að hafa 500 milljóna tekjusamdrátt í för með sér. Hluthafar í almenningshlutafélagi væru snöggir að kalla eftir hluthafafundi til að skipta um stjórn og stjórnendur ef þeir kæmust að því að það ætti að keyra félagið í stórfelldan taprekstur og kalla svo eftir auknu hlutafé frá hluthöfum til að dekka tapið. Þetta er það sem stjórnendur RÚV gera. Þeir skera ekki niður kostnað þó að stórfelldur tekjusamdráttur sé fyrirsjáanlegur. Reikningurinn fyrir tapinu verður einfaldlega sendur til hluthafanna, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Í ljósi refsidóma, sem fallið hafa í hrunmálum að undanförnu, mætti færa rök fyrir því að stjórnendur RÚV gerist sekir um umboðssvik með því að reyna ekki að laga útgjöld að tekjum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira