Milljón flóttamenn komnir til Evrópu Guðsteinn Bjarnasson skrifar 23. desember 2015 06:00 Flóttafólk kemur til Aþenu í Grikklandi frá eyjunum Lesbos og Kíos, þangað sem fólkið sigldi frá Tyrklandi. Nordicphotos/AFP Á þessu ári hefur meira en milljón flóttamanna komið til Evrópu. Frá þessu skýra bæði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðastofnun um farandfólk (IOM) í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þann 21. desember voru 972.500 komnir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið en 34.000 landleiðina frá Tyrklandi yfir til Búlgaríu eða Grikklands. Samtals er ein milljón manns eitthvað um það bil 0,2 prósent af heildaríbúafjölda aðildarríkja Evrópusambandsins, eða tæplega 0,15 prósent af íbúafjölda allra Evrópuríkja samtals. Til samanburðar má einnig nefna að í Tyrklandi einu eru um það bil 2,2 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og í Líbanon er um 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna. Flestir þeirra sem komnir eru til Evrópu fóru sjóleiðina, eða meira en 800 þúsund manns, hafa ferðast yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Grikklands. Um 150 þúsund fóru hins vegar lengri sjóleiðina frá norðanverðri Afríku yfir til Ítalíu. Nærri helmingurinn, um hálf milljón manns, er kominn frá Sýrlandi, um það bil 200 þúsund frá Afganistan og um 70 þúsund frá Írak. Alls er talið að nærri 4.000 manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið, eða er að minnsta kosti enn saknað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar, bendir á að flóttafólkið hafi margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum, sem það flytur til. „Nú þegar andúð á útlendingum fer vaxandi sums staðar, þá er mikilvægt að átta sig á því góða framlagi sem flóttafólk og farandfólk kemur með til samfélagsins sem það býr í,“ er haft eftir Guterres í tilkynningu frá UNHCR. Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Á þessu ári hefur meira en milljón flóttamanna komið til Evrópu. Frá þessu skýra bæði Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóðastofnun um farandfólk (IOM) í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þann 21. desember voru 972.500 komnir sjóleiðina yfir Miðjarðarhafið en 34.000 landleiðina frá Tyrklandi yfir til Búlgaríu eða Grikklands. Samtals er ein milljón manns eitthvað um það bil 0,2 prósent af heildaríbúafjölda aðildarríkja Evrópusambandsins, eða tæplega 0,15 prósent af íbúafjölda allra Evrópuríkja samtals. Til samanburðar má einnig nefna að í Tyrklandi einu eru um það bil 2,2 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi og í Líbanon er um 1,1 milljón sýrlenskra flóttamanna. Flestir þeirra sem komnir eru til Evrópu fóru sjóleiðina, eða meira en 800 þúsund manns, hafa ferðast yfir Eyjahafið frá Tyrklandi til Grikklands. Um 150 þúsund fóru hins vegar lengri sjóleiðina frá norðanverðri Afríku yfir til Ítalíu. Nærri helmingurinn, um hálf milljón manns, er kominn frá Sýrlandi, um það bil 200 þúsund frá Afganistan og um 70 þúsund frá Írak. Alls er talið að nærri 4.000 manns hafi drukknað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið, eða er að minnsta kosti enn saknað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar, bendir á að flóttafólkið hafi margt mikilvægt fram að færa í þeim löndum, sem það flytur til. „Nú þegar andúð á útlendingum fer vaxandi sums staðar, þá er mikilvægt að átta sig á því góða framlagi sem flóttafólk og farandfólk kemur með til samfélagsins sem það býr í,“ er haft eftir Guterres í tilkynningu frá UNHCR.
Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira