Jafn margir gestir ofan í Bláa lónið þrátt fyrir stækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2015 15:37 Bláa lónið - fyrir stækkun. vísir/gva Bláa lónið verður lokað frá 5. janúar til þess 22. sama mánaðar meðan unnið verður að stækkun lónsins. Meðan framkvæmdir standa yfir verður lónið tæmt, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sagði í samtali við Bítið í morgun að lónið verði stækkað um tæplega helming, úr 5000 fermetrum í 7000, í suðurátt að hraunkantinum. „Við erum að stækka Bláa lónið og um leið nýta tækifærið til að endurnýja og bæta núverandi lón og sinna viðhaldi,“ sagði Grímur. Hann bætti við að það hafi verið löngu kominn tími á huga að endurbótum enda hafi lónið verið opið á hverjum einasta degi síðan það var opnað í núverandi mynd árið 1999. Þó svo að lónið verði stækkað jafn mikið og raun ber vitni mun það þó ekki þýða að fleiri gestir geti heimsótt það í einu. Til þess þarf að stækka búningaaðstöðuna en það er ekki á dagskránni fyrr en í næsta áfanga framkvæmdanna. Búast má við því að honum ljúki árið 2017. Að sögn Gríms er búist við að rúmlega milljón gestir heimsæki Bláa lónið á næsta ári, þrátt fyrir fyrrnefnda lokun. Um 900 þúsund manns sóttu lónið í ár og var yfirgnæfandi meirihluti erlendir ferðamenn. Viðtalið við Grím, þar sem hann meðal annars lýsir því hvernig staðið verður að tæmingu lónsins, er hægt að hlusta á hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lykilstjórnendur leggja Bláa lóninu til hlutafé Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. 18. nóvember 2015 11:00 Bláa lónið velti tæpum 6 milljörðum Bláa Lónið hagnaðist um 1,7 milljarð íslenskra króna á síðasta ári. 15. september 2015 13:05 10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Gestir Bláa lónsins borguðu um 3.7 milljarða króna í aðgangseyri í fyrra sem er undanþeginn virðisaukaskatti. 19. júní 2015 10:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Bláa lónið verður lokað frá 5. janúar til þess 22. sama mánaðar meðan unnið verður að stækkun lónsins. Meðan framkvæmdir standa yfir verður lónið tæmt, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sagði í samtali við Bítið í morgun að lónið verði stækkað um tæplega helming, úr 5000 fermetrum í 7000, í suðurátt að hraunkantinum. „Við erum að stækka Bláa lónið og um leið nýta tækifærið til að endurnýja og bæta núverandi lón og sinna viðhaldi,“ sagði Grímur. Hann bætti við að það hafi verið löngu kominn tími á huga að endurbótum enda hafi lónið verið opið á hverjum einasta degi síðan það var opnað í núverandi mynd árið 1999. Þó svo að lónið verði stækkað jafn mikið og raun ber vitni mun það þó ekki þýða að fleiri gestir geti heimsótt það í einu. Til þess þarf að stækka búningaaðstöðuna en það er ekki á dagskránni fyrr en í næsta áfanga framkvæmdanna. Búast má við því að honum ljúki árið 2017. Að sögn Gríms er búist við að rúmlega milljón gestir heimsæki Bláa lónið á næsta ári, þrátt fyrir fyrrnefnda lokun. Um 900 þúsund manns sóttu lónið í ár og var yfirgnæfandi meirihluti erlendir ferðamenn. Viðtalið við Grím, þar sem hann meðal annars lýsir því hvernig staðið verður að tæmingu lónsins, er hægt að hlusta á hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lykilstjórnendur leggja Bláa lóninu til hlutafé Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. 18. nóvember 2015 11:00 Bláa lónið velti tæpum 6 milljörðum Bláa Lónið hagnaðist um 1,7 milljarð íslenskra króna á síðasta ári. 15. september 2015 13:05 10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Gestir Bláa lónsins borguðu um 3.7 milljarða króna í aðgangseyri í fyrra sem er undanþeginn virðisaukaskatti. 19. júní 2015 10:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Lykilstjórnendur leggja Bláa lóninu til hlutafé Einkahlutafélagið Keila ehf. eignaðist í vor tæplega tíu prósenta hlut í Bláa lóninu í kjölfar hlutafjáraukningar. 18. nóvember 2015 11:00
Bláa lónið velti tæpum 6 milljörðum Bláa Lónið hagnaðist um 1,7 milljarð íslenskra króna á síðasta ári. 15. september 2015 13:05
10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Gestir Bláa lónsins borguðu um 3.7 milljarða króna í aðgangseyri í fyrra sem er undanþeginn virðisaukaskatti. 19. júní 2015 10:48