Vita hagfræðingar hvað gerist 2016? Lars Christensen skrifar 30. desember 2015 10:00 Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar