Vita hagfræðingar hvað gerist 2016? Lars Christensen skrifar 30. desember 2015 10:00 Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun