Skattur sem eykur atvinnuleysi Ólafur Stephensen skrifar 8. janúar 2015 07:00 Tryggingargjaldið, skattur sem ríkið leggur á launagreiðslur fyrirtækja, hefur verið til umræðu að undanförnu. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við samkomulag við atvinnulífið um að lækka tryggingargjaldið á nýjan leik þegar atvinnuleysi dvínaði. Fyrr í vikunni benti hagfræðideild Landsbankans á að þeirri hugmyndafræði, sem á sínum tíma lá að baki atvinnutryggingargjaldinu, sem er hluti skattsins, hefði ekki verið fylgt. Ætlunin hefði verið að gjaldið fylgdi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta. Eftir að atvinnuleysi minnkaði á ný, væri munurinn á hlutfalli atvinnutryggingargjalds og atvinnuleysisprósentu hins vegar mun meiri en fyrir efnahagshrunið. „Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þarna liggur hundurinn grafinn; það er sérkennileg þversögn í því fólgin að fjármagna atvinnuleysistryggingar með skatti á launagreiðslur fyrirtækja. Háir launaskattar ýta nefnilega undir atvinnuleysi með því að þeir draga úr hvata fyrirtækja að bæta við sig fólki. Launaskattar koma sérstaklega illa við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í verzlun og þjónustu, þar sem laun eru iðulega hátt hlutfall kostnaðar. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að lækkun tryggingargjaldsins um eitt prósentustig gæti skapað fyrirtækjum svigrúm til að skapa allt að 1.700 ný störf. Tekjur ríkissjóðs myndu við slíka breytingu lækka um 7,5 milljarða, en lægra tryggingargjald ríkisins sem launagreiðanda og tekjuskattur þeirra sem þannig yrðu virkir á vinnumarkaði gætu skilað 4,5 milljörðum á móti. Nettóáhrifin á ríkissjóð til skamms tíma væru þannig þrír milljarðar, en aðgerðin myndi jafnframt hafa þau áhrif að fjárfesting ykist, neyzla færi vaxandi og skuldir yrðu greiddar hraðar niður. Breytingin skapaði því jákvæð áhrif í hagkerfinu yfir lengra tímabil, sem ríkissjóður myndi hagnast á. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að tryggingargjaldið verði lækkað á kjörtímabilinu. Það olli atvinnulífinu vonbrigðum að við það skyldi ekki staðið í fjárlögum þessa árs. Nú er ekki ástæða til að bíða lengur með efndirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tryggingargjaldið, skattur sem ríkið leggur á launagreiðslur fyrirtækja, hefur verið til umræðu að undanförnu. Ríkisvaldið hefur ekki staðið við samkomulag við atvinnulífið um að lækka tryggingargjaldið á nýjan leik þegar atvinnuleysi dvínaði. Fyrr í vikunni benti hagfræðideild Landsbankans á að þeirri hugmyndafræði, sem á sínum tíma lá að baki atvinnutryggingargjaldinu, sem er hluti skattsins, hefði ekki verið fylgt. Ætlunin hefði verið að gjaldið fylgdi kostnaði vegna atvinnuleysisbóta. Eftir að atvinnuleysi minnkaði á ný, væri munurinn á hlutfalli atvinnutryggingargjalds og atvinnuleysisprósentu hins vegar mun meiri en fyrir efnahagshrunið. „Skattlagning á launagreiðslur í landinu hefur því aukist. Atvinnutryggingargjald er því í auknum mæli orðin tekjulind fyrir ríkissjóð. Aukin skattlagning launagreiðslna með þessum hætti dregur úr getu atvinnurekenda til að ráða nýja starfsmenn og því verður fjölgun starfa minni en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þarna liggur hundurinn grafinn; það er sérkennileg þversögn í því fólgin að fjármagna atvinnuleysistryggingar með skatti á launagreiðslur fyrirtækja. Háir launaskattar ýta nefnilega undir atvinnuleysi með því að þeir draga úr hvata fyrirtækja að bæta við sig fólki. Launaskattar koma sérstaklega illa við lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í verzlun og þjónustu, þar sem laun eru iðulega hátt hlutfall kostnaðar. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að lækkun tryggingargjaldsins um eitt prósentustig gæti skapað fyrirtækjum svigrúm til að skapa allt að 1.700 ný störf. Tekjur ríkissjóðs myndu við slíka breytingu lækka um 7,5 milljarða, en lægra tryggingargjald ríkisins sem launagreiðanda og tekjuskattur þeirra sem þannig yrðu virkir á vinnumarkaði gætu skilað 4,5 milljörðum á móti. Nettóáhrifin á ríkissjóð til skamms tíma væru þannig þrír milljarðar, en aðgerðin myndi jafnframt hafa þau áhrif að fjárfesting ykist, neyzla færi vaxandi og skuldir yrðu greiddar hraðar niður. Breytingin skapaði því jákvæð áhrif í hagkerfinu yfir lengra tímabil, sem ríkissjóður myndi hagnast á. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að tryggingargjaldið verði lækkað á kjörtímabilinu. Það olli atvinnulífinu vonbrigðum að við það skyldi ekki staðið í fjárlögum þessa árs. Nú er ekki ástæða til að bíða lengur með efndirnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun