Snjalltækjanotkun getur valdið verkjum og ótímabæru sliti Vera Einarsdóttir skrifar 10. janúar 2015 12:00 Guðný og Harpa hafa áhyggjur af óæskilegum áhrifum snjalltækja á hálshrygginn, ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju ári. MYND/PJETUR Æ fleiri nota snjallsíma til að lesa og skrifa. Þegar horft er á síma við þá iðju er algengast að höfuðið sé beygt fram og niður í um 60 gráðu halla. Höfuðið vegur um 6 kíló í uppréttri stöðu. Ný bandarísk rannsókn sýnir að þegar höfðinu er hallað fram um 15 gráður eykst álagið á hálshrygginn um helming. Við 60 gráðu halla jafngildir álagið því að höfuðið sé um 27 kíló að þynd. Snjallsímanotendur hafa margir hverjir tileinkað sér líkamsstöðu sem nefnd hefur verið textaháls eða „text neck“, en þá er höfuðið beygt fram og niður um 60 gráður. „Þessi staða veldur auknu þrýstiálagi á hryggþófa og liðboli framanvert á efri hluta hryggjar en togálagi aftanvert þar sem strekkist á vöðvum, liðböndum og liðpokum,“ útskýrir sjúkraþjálfarinn dr. Harpa Helgadóttir. „Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að fólk eyðir jafnvel mörgum klukkutímum á dag með höfuðið í þessari stöðu. Ef stöðunni er haldið í um tvær til fjórar klukkustundir á dag að meðaltali, verður hálshryggurinn fyrir þessu óæskilega álagi á milli 700 til 1.400 klukkustundir á ári. Ef hálsinn er oft eða lengi í þessari stöðu í senn geta átt sér stað varanlegar breytingar á vefjum og hæfni þeirra til að styðja við eðlilega stöðu liðanna minnkar. Ótímabærar slitbreytingar í liðum og tognun vefja eiga sér þá stað og geta leitt til verkja og í sumum tilfellum þarf að grípa til skurðaðgerða,“ útskýrir Harpa. Harpa og kollegi hennar, dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, hafa áhyggjur af þessum fylgifiskum snjallsímanotkunarinnar ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju árinu sem líður. Þær eru báðar sérfræðingar í stoðkerfinu og hafa unnið við rannsóknir á hálshrygg. Þær verða í auknum mæli varar við vandamál tengd snjallsíma-, fartölvu- og spjaldtölvunotkun.Margir skrifa heilu ritgerðirnar í þessari óæskilegu stöðu.„Notkun fartölva, spjaldtölva og leikjatölva getur haft sams konar áhrif á háls og hrygg og notkun snjallsíma, þótt hún sé líklega útbreiddust. „Þegar við sitjum lotin og horfum niður á skjá eiga áhrifin sér stað niður eftir öllum hryggnum. Ef við þurfum að vera kyrr í einhvern tíma eins og þegar við lesum eða skrifum texta er mikilvægt að hryggurinn sé í miðstöðu,“ segir Guðný Lilja. Harpa segir að fartölvunotendur þurfi að hafa þetta í huga, ekki síst ungmenni og námsmenn sem sitja við, tímunum saman. „Það er allt of algengt að fólk bogri yfir fartölvunni löngum stundum en þetta má auðveldlega laga með einföldum bóka- og fartölvustandi.“Með einföldum fartölvustandi, auka lyklaborði og mús breytist líkamsstaðan í æskilega miðstöðu.En hvernig er best að lesa af snjallsíma eða spjaldtölvu? „Þegar haldið er á þessum tækjum má til dæmis beygja olnbogana meira til að hækka skjáinn. Eins má beina augunum niður í stað þess að beygja höfuðið fram. Ef hægt er að styðja olnbogunum til dæmis á borð hækkar skjárinn enn meira auk þess sem það dregur úr álagi á axlir og herðar,“ segir Guðný Lilja. „Búnaður eins og fartölvustandur, aukaskjár og mús gerir okkur sömuleiðis kleift að hafa efri hluta hryggjar í miðstöðu þegar við notum fartölvu og armstuðningur í réttri hæð dregur enn frekar úr óæskilegu álagi,“ segir Harpa. Heilsa Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Æ fleiri nota snjallsíma til að lesa og skrifa. Þegar horft er á síma við þá iðju er algengast að höfuðið sé beygt fram og niður í um 60 gráðu halla. Höfuðið vegur um 6 kíló í uppréttri stöðu. Ný bandarísk rannsókn sýnir að þegar höfðinu er hallað fram um 15 gráður eykst álagið á hálshrygginn um helming. Við 60 gráðu halla jafngildir álagið því að höfuðið sé um 27 kíló að þynd. Snjallsímanotendur hafa margir hverjir tileinkað sér líkamsstöðu sem nefnd hefur verið textaháls eða „text neck“, en þá er höfuðið beygt fram og niður um 60 gráður. „Þessi staða veldur auknu þrýstiálagi á hryggþófa og liðboli framanvert á efri hluta hryggjar en togálagi aftanvert þar sem strekkist á vöðvum, liðböndum og liðpokum,“ útskýrir sjúkraþjálfarinn dr. Harpa Helgadóttir. „Ef við horfum í kringum okkur sjáum við að fólk eyðir jafnvel mörgum klukkutímum á dag með höfuðið í þessari stöðu. Ef stöðunni er haldið í um tvær til fjórar klukkustundir á dag að meðaltali, verður hálshryggurinn fyrir þessu óæskilega álagi á milli 700 til 1.400 klukkustundir á ári. Ef hálsinn er oft eða lengi í þessari stöðu í senn geta átt sér stað varanlegar breytingar á vefjum og hæfni þeirra til að styðja við eðlilega stöðu liðanna minnkar. Ótímabærar slitbreytingar í liðum og tognun vefja eiga sér þá stað og geta leitt til verkja og í sumum tilfellum þarf að grípa til skurðaðgerða,“ útskýrir Harpa. Harpa og kollegi hennar, dr. Guðný Lilja Oddsdóttir, hafa áhyggjur af þessum fylgifiskum snjallsímanotkunarinnar ekki síst í ljósi þess að notendahópurinn yngist með hverju árinu sem líður. Þær eru báðar sérfræðingar í stoðkerfinu og hafa unnið við rannsóknir á hálshrygg. Þær verða í auknum mæli varar við vandamál tengd snjallsíma-, fartölvu- og spjaldtölvunotkun.Margir skrifa heilu ritgerðirnar í þessari óæskilegu stöðu.„Notkun fartölva, spjaldtölva og leikjatölva getur haft sams konar áhrif á háls og hrygg og notkun snjallsíma, þótt hún sé líklega útbreiddust. „Þegar við sitjum lotin og horfum niður á skjá eiga áhrifin sér stað niður eftir öllum hryggnum. Ef við þurfum að vera kyrr í einhvern tíma eins og þegar við lesum eða skrifum texta er mikilvægt að hryggurinn sé í miðstöðu,“ segir Guðný Lilja. Harpa segir að fartölvunotendur þurfi að hafa þetta í huga, ekki síst ungmenni og námsmenn sem sitja við, tímunum saman. „Það er allt of algengt að fólk bogri yfir fartölvunni löngum stundum en þetta má auðveldlega laga með einföldum bóka- og fartölvustandi.“Með einföldum fartölvustandi, auka lyklaborði og mús breytist líkamsstaðan í æskilega miðstöðu.En hvernig er best að lesa af snjallsíma eða spjaldtölvu? „Þegar haldið er á þessum tækjum má til dæmis beygja olnbogana meira til að hækka skjáinn. Eins má beina augunum niður í stað þess að beygja höfuðið fram. Ef hægt er að styðja olnbogunum til dæmis á borð hækkar skjárinn enn meira auk þess sem það dregur úr álagi á axlir og herðar,“ segir Guðný Lilja. „Búnaður eins og fartölvustandur, aukaskjár og mús gerir okkur sömuleiðis kleift að hafa efri hluta hryggjar í miðstöðu þegar við notum fartölvu og armstuðningur í réttri hæð dregur enn frekar úr óæskilegu álagi,“ segir Harpa.
Heilsa Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp