Lífið

Tchéky Karyo látinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Tchéky Karyo á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Tchéky Karyo á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Getty

Tyrkneski leikarinn Tchéky Karyo er látinn 72 ára að aldri. Fjölskylda Karyo greinir frá andláti hans, en banamein hans mun hafa verið krabbamein.

Karyo lék í fjölda spennu- og ævyntýramynda, oftar en ekki sem aukaleikari. Hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum franska leikstjórans Luc Besson. Karyo vakti athygli árið 1990 fyrir leik sinn í mynd Besson, Nikita.

Tungumálakunnátta Karyo var mikil. Hann talaði til að mynda ensku, frönsku og spænsku í kvikmyndum sínum, og kom það sér afar vel, til dæmis í Hollywood.

Hann lék í stórmynd Ridley Scott 1492: Conquest of Paradise, grínhasarmyndinni Bad Boys, og var rússneskur stjórnmálamaður í James Bond-myndinni Golden Eye.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.