Utan Vallar: Sækjum heimsmeistaratitilinn til Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Íslenska liðið vann brons á EM í Austurríki. Vísir/Diener „Jæja. Á nú að skrúfa allar væntingar upp úr öllu valdi? Hefur nærri 30 ára þátttaka í Eurovision ekki kennt okkur neitt? Já, og hvað með öll stórmótin í handbolta þar sem niðurstaðan var fjarri öllum vonum og væntingum? Höfum við enga lexíu lært?“ Ég þekki nokkra sem hugsa á þessum nótum fyrir hvert einasta stórmót í handbolta, mikilvæga landsleiki í fótbolta og fleiri alþjóðlegar keppnir þar sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða – líka Eurovision. Gott ef maður hefur ekki gerst sjálfur sekur um slíka bölsýni og það oftar en einu sinni. Táningsárin eru mótandi og ég er mótaður af reynslu minni af HM 1990 í Tékkóslóvakíu (eftir sigur í B-keppninni í París árið áður voru vonbrigðin mikil) og HM 1995 á heimavelli, þar sem við ætluðum okkur stóra sigra. Ég var líka níu ára þegar Ísland tók þátt í Eurovision í fyrsta sinn og það gaf tóninn – svo ég vísi nú í þá ágætu keppni í síðasta skiptið í þessum pistli. Á morgun hefst enn eitt stórmótið í handbolta. Í þetta sinn komst Ísland inn eftir krókaleiðum eftir að hafa tapað fyrir mun lægra skrifuðum andstæðingi í undankeppninni. Manni er því til efs hvort það sé innistæða fyrir mikilli bjartsýni nú, þrátt fyrir góðan árangur á EM í Danmörku í fyrra – þótt íslenska liðið væri laskað. Auðvelda leiðin fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins er að búast ekki við neinu. Þannig verða vonbrigðin í lágmarki ef illa gengur og eftir keppnina verður auðvelt að stæra sig af því að hrakfallaspáin hafi ræst. En ef allt skyldi nú fara á besta veg þá væri það bara ánægjulegur yndisauki – hreinræktaður bónus. Það má ræða vel og lengi um það hversu miklir möguleikar eru á því að strákarnir okkar fari loksins alla leið og vinni gullið sem við þráum öll svo heitt. Það getur vel verið að þeir séu ekkert svo miklir. En flestir hljóta að vera sammála um það að möguleikinn sé til staðar, hversu lítill sem hann er. Auðvitað þyrfti allt að ganga upp til þess. Allir leikmenn, allra helst lykilmenn Íslands, þyrftu að vera upp á sitt allra, allra besta, og það sem meira er, halda heilsunni út allt mótið. Þar má ekkert út af bregða. Markvarslan þarf að vera í heimsklassa, varnarleikurinn kraftmikill og sóknarleikurinn hraður og útsjónarsamur. Við eigum einn allra besta hraðaupphlaupsmann í heiminum (Guðjón Val Sigurðsson) og skyttuparið okkar (Aron Pálmarsson og Alexander Petersson) er eitt það besta á mótinu. Þeir og margir aðrir í íslenska liðinu eru hoknir af reynslu og þekkja það vel að vinna glæsta sigra með sínum félagsliðum. Þegar öllu er á botninn hvolft má færa rök fyrir nánast hvaða útkomu sem er; jákvæðri sem neikvæðri. Um helgina sáum við hvað það er stutt á milli hláturs og gráts hvað vörn og markvörslu varðar og ljóst að á slæmum degi geta strákarnir lent í basli gegn hvaða liði sem er. En það eina sem skiptir máli er hverju strákarnir sjálfir ætla sér að áorka í Katar. Þeir munu að minnsta kosti ekki velja „auðveldu“ leiðina og hafa sett sér háleit markmið fyrir mótið. Um það er ég sannfærður. Opinbera markmiðið er að gera nóg til að komast í umspil fyrir næstu Ólympíuleika en ég trúi því að innst inni ætli strákarnir sér að fara alla leið. Því ef þeir trúa því ekki sjálfir mun draumurinn um gullið aldrei verða að veruleika. Ég trúi á strákana og leyfi mér því að vona – hver svo sem niðurstaðan verður þegar til kastanna kemur. HM 2015 í Katar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
„Jæja. Á nú að skrúfa allar væntingar upp úr öllu valdi? Hefur nærri 30 ára þátttaka í Eurovision ekki kennt okkur neitt? Já, og hvað með öll stórmótin í handbolta þar sem niðurstaðan var fjarri öllum vonum og væntingum? Höfum við enga lexíu lært?“ Ég þekki nokkra sem hugsa á þessum nótum fyrir hvert einasta stórmót í handbolta, mikilvæga landsleiki í fótbolta og fleiri alþjóðlegar keppnir þar sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða – líka Eurovision. Gott ef maður hefur ekki gerst sjálfur sekur um slíka bölsýni og það oftar en einu sinni. Táningsárin eru mótandi og ég er mótaður af reynslu minni af HM 1990 í Tékkóslóvakíu (eftir sigur í B-keppninni í París árið áður voru vonbrigðin mikil) og HM 1995 á heimavelli, þar sem við ætluðum okkur stóra sigra. Ég var líka níu ára þegar Ísland tók þátt í Eurovision í fyrsta sinn og það gaf tóninn – svo ég vísi nú í þá ágætu keppni í síðasta skiptið í þessum pistli. Á morgun hefst enn eitt stórmótið í handbolta. Í þetta sinn komst Ísland inn eftir krókaleiðum eftir að hafa tapað fyrir mun lægra skrifuðum andstæðingi í undankeppninni. Manni er því til efs hvort það sé innistæða fyrir mikilli bjartsýni nú, þrátt fyrir góðan árangur á EM í Danmörku í fyrra – þótt íslenska liðið væri laskað. Auðvelda leiðin fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins er að búast ekki við neinu. Þannig verða vonbrigðin í lágmarki ef illa gengur og eftir keppnina verður auðvelt að stæra sig af því að hrakfallaspáin hafi ræst. En ef allt skyldi nú fara á besta veg þá væri það bara ánægjulegur yndisauki – hreinræktaður bónus. Það má ræða vel og lengi um það hversu miklir möguleikar eru á því að strákarnir okkar fari loksins alla leið og vinni gullið sem við þráum öll svo heitt. Það getur vel verið að þeir séu ekkert svo miklir. En flestir hljóta að vera sammála um það að möguleikinn sé til staðar, hversu lítill sem hann er. Auðvitað þyrfti allt að ganga upp til þess. Allir leikmenn, allra helst lykilmenn Íslands, þyrftu að vera upp á sitt allra, allra besta, og það sem meira er, halda heilsunni út allt mótið. Þar má ekkert út af bregða. Markvarslan þarf að vera í heimsklassa, varnarleikurinn kraftmikill og sóknarleikurinn hraður og útsjónarsamur. Við eigum einn allra besta hraðaupphlaupsmann í heiminum (Guðjón Val Sigurðsson) og skyttuparið okkar (Aron Pálmarsson og Alexander Petersson) er eitt það besta á mótinu. Þeir og margir aðrir í íslenska liðinu eru hoknir af reynslu og þekkja það vel að vinna glæsta sigra með sínum félagsliðum. Þegar öllu er á botninn hvolft má færa rök fyrir nánast hvaða útkomu sem er; jákvæðri sem neikvæðri. Um helgina sáum við hvað það er stutt á milli hláturs og gráts hvað vörn og markvörslu varðar og ljóst að á slæmum degi geta strákarnir lent í basli gegn hvaða liði sem er. En það eina sem skiptir máli er hverju strákarnir sjálfir ætla sér að áorka í Katar. Þeir munu að minnsta kosti ekki velja „auðveldu“ leiðina og hafa sett sér háleit markmið fyrir mótið. Um það er ég sannfærður. Opinbera markmiðið er að gera nóg til að komast í umspil fyrir næstu Ólympíuleika en ég trúi því að innst inni ætli strákarnir sér að fara alla leið. Því ef þeir trúa því ekki sjálfir mun draumurinn um gullið aldrei verða að veruleika. Ég trúi á strákana og leyfi mér því að vona – hver svo sem niðurstaðan verður þegar til kastanna kemur.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn