Íslenska handboltalandsliðið hefur ekki góða reynslu af því að byrja stórmót á móti Svíum. Þetta verður fimmta tilraunin í kvöld en í öll hin fjögur skiptin hefur liðið tapað á móti Svíum í fyrsta leik á stórmóti.
Svíar hafa í þrjú skipti verið með frábært lið sem endaði á því að vinna verðlaun á viðkomandi móti en sænska liðið sem vann Ísland í fyrsta leik á EM 2008 endaði í 5. sæti, sex sætum ofar en Ísland.
Hér fyrir neðan má sjá þau skipti þegar Ísland hefur mætt Svíþjóð í fyrsta leik á stórmóti.
Ísland og Svíþjóð í fyrsta leik á HM eða EM:
HM 1993 í Svíþjóð
Svíar unnu 5 marka sigur: 21-16
Svíþjóð: 3. sæti - Ísland: 8. sæti
EM 2000 í Króatíu
Svíar unnu 8 marka sigur: 31-23
Svíþjóð: 1. sæti - Ísland: 11. sæti
HM 2001 í Frakklandi
Svíar unnu 3 marka sigur: 24-21
Svíþjóð: 2. sæti - Ísland: 11. sæti
EM 2008 í Noregi
Svíar unnu 5 marka sigur: 24-19
Svíþjóð: 5. sæti - Ísland: 11. sæti
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Aldrei unnið Svía í fyrsta leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti




Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn

Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United
Enski boltinn