Alexander: Betra að mæta Frökkum heldur en Alsír eða Egyptum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2015 06:00 Alexander Petersson endaði Alsír-leikinn vel. vísir/eva björk „Það er enginn stressaður fyrir þennan leik og það er betra að mæta Frakklandi en liðum eins og Alsír og Egyptalandi. Við höfum spilað svo oft gegn Frökkum – það er bara einfaldara.“ Þetta segir skyttan Alexander Petersson sem átti betri dag gegn Alsír í fyrradag en gegn Svíum í fyrsta leik Íslands á HM í Katar. Slíkt var reyndar tilfellið með fleiri úr hópi íslenska liðsins. „Þetta kom hægt og rólega eftir erfiðar fyrstu tíu mínútur,“ sagði Alexander við Fréttablaðið og vísaði þar til þess að Alsír komst 6-0 yfir gegn Íslandi. „En nú erum við komnir inn í þetta mót. Ég vona að við séum búnir að brjóta ísinn.“ Hann segir að samspil sitt við Aron Pálmarsson hafi gengið betur. „Það er mjög létt að spila með Aroni og hann gerir mjög mikið fyrir alla samherja sína. En einhverra hluta vegna gekk það ekki eftir gegn Svíum og var það afar skrýtið.“ Leikur Íslands gegn Frakklandi skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkar menn ætli þeir sér að ná öðru af tveimur efstu sætum þessa erfiða C-riðils. „Aðalmálið er að við förum ekki stressaðir inn í leikinn. Við megum ekki hugsa um hvað gerðist í hinum leikjunum eða hversu illa við byrjuðum í þeim. Við þurfum að halda rónni og láta boltann ganga vel í sókninni. Það verður afar mikilvægt.“ Og samspilið við Aron gekk betur gegn Alsír og hann ætlar að byggja áfram á því. „Okkur gekk vel að búa til færi, gefa góðar sendingar og fylgja því eftir sem við vildum gera. Það losaði aðeins stressið í manni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn með tvöfalt tímamótamark á móti Alsír Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sögulegt mark fyrir íslenska handboltalandsliðið í sigurleiknum á móti Alsír á HM í handbolta í gær. Fyrra mark Snorra í leiknum var nefnilega tvöfalt tímamótamark. 19. janúar 2015 15:00 Aron Rafn: Gaui er búinn að tala um að hann geti þetta ennþá Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig mjög vel þegar hann kom inná í leiknum gegn Alsír í gær. Hann varði 6 af 9 skotum á lokakaflanum þegar Íslendingar náðu að sigla sigrinum í höfn. Aron Rafn bíður spenntur eftir leiknum við Frakka en Arnar Björnsson hitti á hann í dag. 19. janúar 2015 16:15 HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00 Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. 19. janúar 2015 11:45 Aron: Við Einar máttum við því að missa nokkur kíló Aron Kristjánsson og Einar Þorvarðarson fengu báðir magapest fyrir leikinn gegn Alsír í gær. 19. janúar 2015 17:00 Ásgeir Örn: Frakkarnir eru ekki bara góðir handbolta heldur líka flottir gæjar Íslenski landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson þekkir fjölmarga leikmenn sem spila í franska liðinu eftir dvöl sína í Frakklandi. Hann eins og félagar hans í íslenska landsliðinu bíður spenntur eftir leiknum við Frakka annað kvöld. 19. janúar 2015 19:00 Júlíus Jónasar í HM-kvöldi: Menn þurfa að vinna meira saman í vörninni Hörður Magnússon, Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónassonar fóru yfir varnarleik íslenska liðsins á móti Alsír í HM-kvöldinu í gær en Ísland vann átta marka sigur á Alsíringum í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Katar. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Það er enginn stressaður fyrir þennan leik og það er betra að mæta Frakklandi en liðum eins og Alsír og Egyptalandi. Við höfum spilað svo oft gegn Frökkum – það er bara einfaldara.“ Þetta segir skyttan Alexander Petersson sem átti betri dag gegn Alsír í fyrradag en gegn Svíum í fyrsta leik Íslands á HM í Katar. Slíkt var reyndar tilfellið með fleiri úr hópi íslenska liðsins. „Þetta kom hægt og rólega eftir erfiðar fyrstu tíu mínútur,“ sagði Alexander við Fréttablaðið og vísaði þar til þess að Alsír komst 6-0 yfir gegn Íslandi. „En nú erum við komnir inn í þetta mót. Ég vona að við séum búnir að brjóta ísinn.“ Hann segir að samspil sitt við Aron Pálmarsson hafi gengið betur. „Það er mjög létt að spila með Aroni og hann gerir mjög mikið fyrir alla samherja sína. En einhverra hluta vegna gekk það ekki eftir gegn Svíum og var það afar skrýtið.“ Leikur Íslands gegn Frakklandi skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkar menn ætli þeir sér að ná öðru af tveimur efstu sætum þessa erfiða C-riðils. „Aðalmálið er að við förum ekki stressaðir inn í leikinn. Við megum ekki hugsa um hvað gerðist í hinum leikjunum eða hversu illa við byrjuðum í þeim. Við þurfum að halda rónni og láta boltann ganga vel í sókninni. Það verður afar mikilvægt.“ Og samspilið við Aron gekk betur gegn Alsír og hann ætlar að byggja áfram á því. „Okkur gekk vel að búa til færi, gefa góðar sendingar og fylgja því eftir sem við vildum gera. Það losaði aðeins stressið í manni.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Snorri Steinn með tvöfalt tímamótamark á móti Alsír Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sögulegt mark fyrir íslenska handboltalandsliðið í sigurleiknum á móti Alsír á HM í handbolta í gær. Fyrra mark Snorra í leiknum var nefnilega tvöfalt tímamótamark. 19. janúar 2015 15:00 Aron Rafn: Gaui er búinn að tala um að hann geti þetta ennþá Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig mjög vel þegar hann kom inná í leiknum gegn Alsír í gær. Hann varði 6 af 9 skotum á lokakaflanum þegar Íslendingar náðu að sigla sigrinum í höfn. Aron Rafn bíður spenntur eftir leiknum við Frakka en Arnar Björnsson hitti á hann í dag. 19. janúar 2015 16:15 HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00 Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. 19. janúar 2015 11:45 Aron: Við Einar máttum við því að missa nokkur kíló Aron Kristjánsson og Einar Þorvarðarson fengu báðir magapest fyrir leikinn gegn Alsír í gær. 19. janúar 2015 17:00 Ásgeir Örn: Frakkarnir eru ekki bara góðir handbolta heldur líka flottir gæjar Íslenski landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson þekkir fjölmarga leikmenn sem spila í franska liðinu eftir dvöl sína í Frakklandi. Hann eins og félagar hans í íslenska landsliðinu bíður spenntur eftir leiknum við Frakka annað kvöld. 19. janúar 2015 19:00 Júlíus Jónasar í HM-kvöldi: Menn þurfa að vinna meira saman í vörninni Hörður Magnússon, Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónassonar fóru yfir varnarleik íslenska liðsins á móti Alsír í HM-kvöldinu í gær en Ísland vann átta marka sigur á Alsíringum í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Katar. 19. janúar 2015 14:30 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Snorri Steinn með tvöfalt tímamótamark á móti Alsír Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sögulegt mark fyrir íslenska handboltalandsliðið í sigurleiknum á móti Alsír á HM í handbolta í gær. Fyrra mark Snorra í leiknum var nefnilega tvöfalt tímamótamark. 19. janúar 2015 15:00
Aron Rafn: Gaui er búinn að tala um að hann geti þetta ennþá Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig mjög vel þegar hann kom inná í leiknum gegn Alsír í gær. Hann varði 6 af 9 skotum á lokakaflanum þegar Íslendingar náðu að sigla sigrinum í höfn. Aron Rafn bíður spenntur eftir leiknum við Frakka en Arnar Björnsson hitti á hann í dag. 19. janúar 2015 16:15
HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar? Hlustaðu á annan þátt hlaðvarps Vísis um heimsmeistaramótið í handbolta. 19. janúar 2015 14:00
Guðjón Valur: Vonandi tökum við enn eitt skref í rétta átt á morgun Arnar Björnsson hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson í dag og þeir ræddu saman um leikinn við Frakkland á HM í handbolta á morgun. Þetta er þriðji leikur íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu. 19. janúar 2015 11:45
Aron: Við Einar máttum við því að missa nokkur kíló Aron Kristjánsson og Einar Þorvarðarson fengu báðir magapest fyrir leikinn gegn Alsír í gær. 19. janúar 2015 17:00
Ásgeir Örn: Frakkarnir eru ekki bara góðir handbolta heldur líka flottir gæjar Íslenski landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson þekkir fjölmarga leikmenn sem spila í franska liðinu eftir dvöl sína í Frakklandi. Hann eins og félagar hans í íslenska landsliðinu bíður spenntur eftir leiknum við Frakka annað kvöld. 19. janúar 2015 19:00
Júlíus Jónasar í HM-kvöldi: Menn þurfa að vinna meira saman í vörninni Hörður Magnússon, Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónassonar fóru yfir varnarleik íslenska liðsins á móti Alsír í HM-kvöldinu í gær en Ísland vann átta marka sigur á Alsíringum í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Katar. 19. janúar 2015 14:30