Einelti er á ábyrgð fullorðinna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 20. janúar 2015 07:00 Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Reglulega koma fram einstaklingar sem segja sögu sína af skelfilegu einelti, jafnvel einstaklingar sem enn eru á barnsaldri og hafa þurft að þola einelti árum saman, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Að loknum skóladegi hefur netið svo séð til þess að heimilið er ekki lengur griðastaður. Jafnvel þó einelti sé algengast á miðstigi grunnskóla, geta rætur þess legið alveg niður í leikskóla og afleiðingarnar þurrkast svo sannarlega ekki út þegar eineltið hættir. Eftir situr einstaklingur með brotna sjálfsmynd. Sjálfsmynd sem getur tekið mörg ár eða áratugi að líma saman. Ábyrgð okkar sem fullorðin eru, foreldra og þeirra sem vinna með börnum, er mikil. Komum í veg fyrir einelti Allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Á því byggjast gildi Vináttuverkefnis Barnaheilla, forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum. Í Vináttu er unnið með tilfinningar, samkennd, góðan skólabrag, umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki. Börn eru þjálfuð í að setja sér og öðrum mörk og bregðast við órétti sem þau eða félagar þeirra verða fyrir. Verkefnið byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og hefur frá árinu 2007 verið notað í leikskólum í Danmörku og víðar og nefnist Fri for mobberi á dönsku. Rannsóknir í Danmörku sýna mikla ánægju og árangur af efninu. Foreldrar barnanna þrýsta gjarnan á grunnskólana að taka það upp. Nokkrir leikskólar á Íslandi vinna nú með Vináttu. Það er stefna okkar hjá Barnaheillum að geta boðið öllum leikskólum landsins að vinna með verkefnið og stuðla þannig að samfélagi þar sem einelti fær ekki þrifist. Þá muni frásagnir af skelfilegu einelti brátt heyra sögunni til. Það er hægt með breyttu hugarfari, nýjum vinnubrögðum og samstarfi. Hvar þrífst einelti? Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein sem þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum og þar sem ákveðin viðmið eru um hvað sé rétt eða rangt, hvað má og hvað ekki. Reglurnar eigi þó bara við um suma og er jafnvel breytt eftir hentugleika. Skortur er á samhygð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Sumir fá að vera hluti hópsins en aðrir eru óæskilegir eða útilokaðir. Þeir sem standa hjá þora ekki að bregðast við af ótta við að hljóta sömu örlög. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd. Börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Ábyrgð hinna fullorðnu Vinátta leggur mikla áherslu á vinnu með foreldrum og starfsfólki til að auka færni þeirra við að styrkja barnahópinn. Hinir fullorðnu þurfa að vera góðar fyrirmyndir barnanna í orði og verki. Þeir þurfa jafnframt að skoða viðhorf sín til annarra barna og foreldra þeirra og gæta þess hvernig þeir tala um þá. Börnin verða að geta treyst þeim og vera viss um að þeir bregðist við á réttan hátt ef þau segja frá órétti. Það er á ábyrgð hinna fullorðnu að koma í veg fyrir einelti, að tryggja góðan félagsanda og skólabrag, að börnin eigi eitthvað sameiginlegt og að hver og einn geti alltaf reynst góður félagi. Þannig finna börnin fyrir öryggi og vellíðan, þroskast og byggja upp sjálfstraust. Því er mikilvægt að foreldrar og starfsfólk skóla vinni markvisst að því að samfélag barnanna sé öllum börnum vinveitt, að öll börn fái að njóta sín og þroskast á eigin forsendum. Einelti er ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun