Gerum Barnasáttmálann að lögum Elín Hirst og Annicka Engblom og Annette Lind skrifa 22. janúar 2015 07:00 Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var því fagnað á Norðurlöndum og víðar um heim að 25 ár eru liðin frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, var undirritaður 20. nóvember árið 1989. Vegna þessara merku tímamóta gefst kjörið tækifæri til að ígrunda hvernig við tryggjum sem best að börn og ungmenni í nútíma samfélagi geti látið til sín taka og haft áhrif á það umhverfi sem þau búa við. Liður í því er að tryggja að Barnasáttmálanum verði veitt formlegt lagagildi í öllum Norðurlandaríkjunum en Danmörk og Svíþjóð eru einar Norðurlandaþjóða sem eiga enn eftir að lögfesta sáttmálann. Velferð barna baráttumál Norðurlönd eru af mörgum talin fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins í mörgum skilningi, þar á meðal á sviði málefna barna og ungmenna. Samt sem áður sýna rannsóknir að tvö af hverjum tíu börnum á Norðurlöndum finna til vanlíðanar. Við viljum því gera enn betur í að hlúa að börnum og ungmennum. Eitt það mikilvægasta við að tryggja velferð og vernd barna og ungmenna er að hlusta á raddir þeirra og fræða þau um réttindi sín. Skýrslur Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sýna glögglega að börn sem þekkja rétt sinn eru mun atorkumeiri en ella og geta sett hnefann í borðið ef þau eru beitt ofbeldi, misþyrmingum eða alvarlegri vanrækslu. Þau bregðast betur við aðstæðum sínum og leita ásjár fullorðinna ef þau verða fyrir yfirgangi, misnotkun eða öðrum alvarlegum vanda. Ráðamenn, ríkisstjórnir og þjóðþing á Norðurlöndum verða einnig að íhuga alvarlega hvaða aðgerðir eru vænlegar til að virkja betur lýðræðishefðir okkar gagnvart ungu fólki og hvetja það til þátttöku. Það er mikið áhyggjuefni að kosningaþátttaka ungs fólks á Norðurlöndunum hefur dregist saman á síðustu árum og jafnframt skrá færri ungmenni sig í stjórnmálaflokka en áður. Það er okkar skoðun að ef ungmennum gefst kostur á að hafa áhrif á eigið samfélag, ef á þau er hlustað og þau fá að njóta hæfileika sinna næst miklu betri árangur en ella. Lögfesti sáttmálann sem fyrst Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið fagnaði aldarfjórðungsafmæli sínu, markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna. Sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Hann hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Sömuleiðis endurspeglar sáttmálinn nýja sýn á hlutverk og stöðu barna og þar er tekið fram að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Finnar voru fyrstir til að lögfesta Barnasáttmálann, hann hefur einnig verið lögfestur í Noregi og á Íslandi. Danir og Svíar eiga eftir að lögfesta sáttmálann, eins og áður segir, og við viljum beita okkur fyrir því sem þingmenn og fulltrúar í Norðurlandaráði að þessi lönd geri það sem fyrst til þess að hægt sé að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir dómstólum og settum lögum og réttindum barna þannig gefið aukið vægi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar