Er það „alveg fráleitt“? Ólafur Stephensen skrifar 23. janúar 2015 07:00 Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins síðastliðið þriðjudagskvöld að það væri „alveg fráleitt“ að vildarpunktar Icelandair réðu einhverju um að ríkisstofnanir beindu viðskiptum sínum aðallega til þess flugfélags. Höfundur þessarar greinar hafði þá haldið öðru fram í Kastljósi RÚV á mánudaginn; það væri í hæsta máta óeðlilegt að ríkisstarfsmenn nytu persónulegra fríðinda í formi vildarpunkta í krafti flugmiðakaupa á kostnað skattgreiðenda og högnuðust raunar á því sjálfir að sem dýrastur flugmiði væri keyptur. Raunar er þetta ekki fráleitara en svo að Samkeppniseftirlitið skrifaði í skýrslu fyrir tæpum sex árum: „Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að flestir opinberir starfsmenn sem ferðist til útlanda vegna vinnu sinnar bóki fargjöld sín með Icelandair. Mjög sjaldgæft sé að opinberar stofnanir eða ráðuneyti bóki fargjöld fyrir starfsmenn sína með Iceland Express. Vildarklúbbur Icelandair getur hér haft áhrif en vildarpunktum sem veittir eru fyrir hvert fargjald safni farþegar sjálfir en ekki viðkomandi stofnun eða fyrirtæki sem greiði fargjaldið.“ Ábendingar um óeðlileg áhrif vildarpunktanna á kauphegðun ríkisstofnana eru heldur ekki fráleitari en svo að þegar flugmiðakaup ríkisins voru boðin út árið 2010 setti Ríkiskaup í útboðsskilmálana bann við því að veittir yrðu vildarpunktar eða sambærileg fríðindi. Útboðið klúðraðist og þegar það fór fram á nýjan leik var búið að taka það bann út úr útboðsskilmálunum af ástæðum sem aldrei hafa fengizt skýrðar.Ríkið ræður þessu sjálft Þessi gagnrýni er heldur ekki fráleitari en svo að fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson, tók undir það í Kastljósviðtali á miðvikudagskvöldið að vildarpunktasöfnun ríkisstarfsmanna á kostnað skattgreiðenda væri óeðlileg. Hafa þyrfti línur skýrar og gæta þess að ekki væri „dulinn persónulegur ávinningur“ af því að beina viðskiptum ríkisstofnana til eins flugfélags umfram annað, en ríkið borgaði reikninginn. Bjarni sagðist telja að fyrri útboð og rammasamningar ríkisins hefðu verið gölluð að þessu leyti. Það er rétt hjá ráðherranum. Ríkið sem einn stærsti kaupandi þjónustu flugfélaganna hlýtur að geta ráðið því hvernig skilmálar útboða og rammasamninga líta út. Það þarf ekki að vera neitt athugavert við vildarkerfi flugfélaga. Hins vegar er fullkomlega óeðlilegt að ríkið samþykki að starfsmenn þess njóti persónulegra fríðinda út á viðskipti sem skattgreiðendur fjármagna. Vildarpunktana er ekki eingöngu hægt að nota til að fljúga frítt með Icelandair; það er hægt að nota þá til dæmis til að verzla um borð í flugvélum. Þætti það í lagi í einhverjum öðrum viðskiptum að út á útgjöld ríkisins fengju starfsmenn þess til dæmis frítt armbandsúr eða koníaksflösku? Þætti það í lagi ef um væri að ræða lækni sem tæki ákvörðun um að kaupa lyf? Í Kastljósviðtalinu við fjármálaráðherra gætti reyndar lítils háttar misskilnings um að það hefði verið loðið á sínum tíma hvort tilboð Icelandair eða keppinautarins Iceland Express hefði verið hagstæðara. Kærunefnd útboðsmála tók af öll tvímæli um það í úrskurði sínum í ágúst 2012 að „verulega miklu“ hefði munað á tilboðunum og tilboð Icelandair verið svo óhagstætt ríkinu að það hefði verið brot á lögum um opinber útboð að taka því. Þrátt fyrir þetta sögðu Ríkiskaup upp rammasamningi við bæði flugfélögin, lýstu því yfir að mál yrði höfðað til að fá úrskurði kærunefndarinnar hnekkt og boðuðu að nýtt útboð færi fram. Reyndar hefur ekkert mál verið höfðað, þannig að úrskurður kærunefndarinnar stendur. Þá bólar ekkert heldur á útboðinu tveimur og hálfu ári síðar. Í fréttum RÚV sagði Halldór Ó. Sigurðsson að unnið væri að því að bjóða út flugferðir ríkisstarfsmanna. Fjármálaráðherrann boðaði líka í Kastljósi að þessum innkaupum ríkisins yrði, eins og öðrum, komið í betra og gegnsærra horf. Þannig yrði horfið frá því ólögmæta ástandi sem er í þessum málum í dag. Í leiðinni er engan veginn fráleitt að binda enda á þetta mjög svo óheppilega fyrirkomulag; að ríkisstarfsmenn hafi persónulegan ávinning af því að beina viðskiptum sínum til tiltekins flugfélags og kaupa af því sem dýrasta þjónustu.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun