Sverrir Þór taplaus á nýja árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 06:00 Sjö sigrar í sjö leikjum í janúarmánuði. Sverrir Þór Sverrisson er búinn að kveikja á báðum Grindavíkurliðunum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Fréttablaðið/ernir Heitustu liðin í Dominos-deildunum þessa dagana eru karla- og kvennalið Grindvíkinga. Sólin er komin upp í Grindavík eftir dimma daga fyrir áramót og Grindvíkingar hafa nú unnið flesta leiki í röð í báðum deildum. Karlalið Grindavíkur hefur unnið fimm leiki í röð og þessir sigrar hafa skilað liðinu upp í sjöunda sætið fyrir umferðina sem hófst í gær en það er jafnframt bara tvö stig upp í þriðja sæti deildarinnar. Grindvíkingar heimsækja Þór úr Þorlákshöfn í kvöld. Kvennalið Grindavíkur hefur unnið sex leiki í röð eða öll lið deildarinnar í einum rykk fyrir utan topplið Snæfells sem er næsta á dagskrá í deildinni en fyrst fá Grindavíkurkonur Njarðvík í heimsókn í undanúrslitum bikarsins. Það var vissulega dimmt yfir Röstinni í Grindavík í byrjun desembermánaðar þegar karlaliðið var aðeins búið að vinna 2 af fyrstu 9 leikjum sinum og kvennaliðið hafði tapað tveimur leikjum í röð sem þýddi að liðið var ekki lengur meðal fjögurra efstu liðanna. Svo vill til að þjálfari beggja liðanna er Sverrir Þór Sverrisson og honum tókst að snúa við blaðinu hjá báðum liðum. Lykilatriðið voru flottir sigrar í síðustu leikjum fyrir jólafríið og síðan hafa bæði liðin verið ósigrandi í fyrsta mánuði nýja ársins. Nýir bandarískir leikmenn hafa að sjálfsögðu hjálpað til sem og að karlaliðið endurheimti hinn stórefnilega Jón Axel Guðmundsson og menn eins og Jóhann Árna Ólafsson úr meiðslum. Sverrir Þór á samt mikið hrós skilið að hafa snúið við báðum skútum á sama tíma og lið hans eru til alls vís í framhaldinu. Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Heitustu liðin í Dominos-deildunum þessa dagana eru karla- og kvennalið Grindvíkinga. Sólin er komin upp í Grindavík eftir dimma daga fyrir áramót og Grindvíkingar hafa nú unnið flesta leiki í röð í báðum deildum. Karlalið Grindavíkur hefur unnið fimm leiki í röð og þessir sigrar hafa skilað liðinu upp í sjöunda sætið fyrir umferðina sem hófst í gær en það er jafnframt bara tvö stig upp í þriðja sæti deildarinnar. Grindvíkingar heimsækja Þór úr Þorlákshöfn í kvöld. Kvennalið Grindavíkur hefur unnið sex leiki í röð eða öll lið deildarinnar í einum rykk fyrir utan topplið Snæfells sem er næsta á dagskrá í deildinni en fyrst fá Grindavíkurkonur Njarðvík í heimsókn í undanúrslitum bikarsins. Það var vissulega dimmt yfir Röstinni í Grindavík í byrjun desembermánaðar þegar karlaliðið var aðeins búið að vinna 2 af fyrstu 9 leikjum sinum og kvennaliðið hafði tapað tveimur leikjum í röð sem þýddi að liðið var ekki lengur meðal fjögurra efstu liðanna. Svo vill til að þjálfari beggja liðanna er Sverrir Þór Sverrisson og honum tókst að snúa við blaðinu hjá báðum liðum. Lykilatriðið voru flottir sigrar í síðustu leikjum fyrir jólafríið og síðan hafa bæði liðin verið ósigrandi í fyrsta mánuði nýja ársins. Nýir bandarískir leikmenn hafa að sjálfsögðu hjálpað til sem og að karlaliðið endurheimti hinn stórefnilega Jón Axel Guðmundsson og menn eins og Jóhann Árna Ólafsson úr meiðslum. Sverrir Þór á samt mikið hrós skilið að hafa snúið við báðum skútum á sama tíma og lið hans eru til alls vís í framhaldinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira