Sigurbjörg: Kom aldrei til greina að hætta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2015 07:00 Meiðslin eru mikið áfall fyrir Sigurbjörgu sem hafði aldrei spilað betur en í vetur. vísir/pjetur „Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
„Þetta var eitthvað sem ég var búin að búast við síðan ég meiddist. Það er samt auðvitað leiðinlegt að fá staðfestingu á því. Ég gat samt eiginlega sagt mér það frá upphafi,“ segir besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Framarinn Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband. Það þýðir einfaldlega að hún spilar ekki meira á þessari leiktíð og í hönd fer erfiður tími í endurhæfingu hjá þessari frábæru handboltakonu. „Þetta er heilmikið áfall fyrir mig. Þetta er víst eitthvað sem fylgir sportinu og lítið við þessu að gera. Ég verð bara að fara að hugsa strax um það hvernig ég ætla að vinna í því að koma til baka sem fyrst. Ég er staðráðin í því að láta þetta efla mig,“ segir Sigurbjörg ákveðin.Neitar að gefast upp Hún fer í aðgerð vegna meiðslanna eftir fjórar vikur og í kjölfarið tekur við endurhæfing í sjö til níu mánuði. „Ég er bara farin að horfa á næsta tímabil. Þetta kemur allt í litlum skrefum. Ég byrja á því að hjóla og svo eftir nokkra mánuði get ég vonandi byrjað að hlaupa. Eftir hálft ár er ég væntanlega komin aðeins inn á völlinn en ekki í neina snertingu. Maður eykur við sig álagið eftir því hvernig endurhæfingin gengur. Það er oft talað um átta til tólf mánaða ferli þegar fólk meiðist svona. Ég verð vonandi klár einhvern tímann í byrjun næsta tímabils.“ Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörg lendir í því að slíta krossband. Hún segir ekki koma til greina að gefast upp. „Nú er ég búin að slíta á báðum hnjám. Ég hafði hugsað um það áður hvernig ég myndi bregðast við ef ég lenti í því að slíta aftur. Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég fór strax að hugsa að ég yrði ákveðinn í því að ná mér aftur. Ég fann að viljinn var alltaf til staðar. Það kom aldrei upp í hugann að ég vildi hætta,“ segir Sigurbjörg en það hefur gengið afar vel hjá henni í vetur. „Ég held að áhuginn á handbolta hafi aldrei verið eins mikill hjá mér og núna. Það er búið að ganga svo vel að það var aldrei spurning hjá mér að vera bara jákvæð. Ég er ekki frá því að þetta sé mitt besta tímabil frá upphafi. Þetta er líka búið að vera ofsalega skemmtilegt tímabil. Þar af leiðandi er enn þá sárara að lenda í þessu núna. Að sama skapi er þetta tímabil svo sannarlega eitthvað til þess að byggja á til framtíðar. Ég er bara spennt að koma aftur inn í þetta skemmtilega lið.“Hef fulla trú á liðinu Fram er í öðru sæti deildarinnar í dag með einu stigi minna en Grótta. Það segir sig sjálft að það veikir liðið mikið að missa Sigurbjörgu út en hún hefur mikla trú á liðsfélögum sínum. „Það verður spennandi að sjá þær í framhaldinu og ég hef fulla trú á því að liðið verði áfram í toppbaráttu,“ segir Sigurbjörg og þvertekur fyrir að þetta sé búið spil hjá liðinu þar sem hún er meidd. „Alls ekki. Það er langt í frá. Það kemur alltaf maður í manns stað og það er engin undantekning á því núna. Það er breidd í liðinu og ég held að liðið muni eflast við þetta. Ég hef fulla trú á því að það muni ganga vel hjá stelpunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira