Atkinson: Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 06:00 Jeremy Atkinson fór snemma af velli. Mynd/skjáskot „Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á þetta aftur. Manni er kennt að gefa boltann á dómarann sem er næstur þér. Hann hefur líklega talið að hann væri ekki næstur mér,“ segir Jeremy Atkinson, bandarískur leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deildinni í körfubolta, um tæknivillu sem hann fékk í leik gegn Haukum á mánudagskvöldið. Brotið var á Atkinson þegar hann ætlaði upp í sniðskot og villa réttilega dæmd á Hauka. Atkinson blakaði þá boltanum í átt að Jóni Guðmundssyni dómara sem brást við með að gefa honum tæknivillu. Það sem verra var fyrir Stjörnumenn var að þetta var fimmta villan sem Bandaríkjamaðurinn fékk og voru þeir því án hans það sem eftir lifði af leiknum. Þarna voru fimm mínútur eftir og Stjarnan tíu stigum undir. Haukarnir gengu á lagið og kláruðu leikinn. „Dómarar eiga að dæma leikinn en ekki að ákvarða útkomuna. Það eru bara leikmennirnir og þjálfararnir sem eiga að hafa bein áhrif á hvernig leikurinn fer,“ segir Atkinson við Fréttablaðið og bætir við: „Þetta drap auðvitað leikinn. Svo má líka sjá hvernig villurnar skiptust í öðrum leikhluta. Það hallaði aðeins á okkur.“ Hann er steinhissa á því að þarna hafi verið dæmd tæknivilla en ætlar að passa sig næst. „Næst legg ég boltann á gólfið þar sem ég gríp hann. Það ætti ekki að skaða neinn,“ segir Atkinson. Þessi 24 ára gamli framherji frá Norður-Karólínu þekkir lítið annað en sólina og hitann í suðrinu í Bandaríkjunum þar sem spilaði háskólaboltann. Fyrstu vikurnar á Íslandi hafa því verið áhugaverðar með rokið og snjóinn beint í andlitið á hverjum morgni. „Veðrið bauð mig velkominn með stóru V-i,“ segir hann léttur. Honum líkar dvölin á klakanum fyrir utan eitt: „Mig vantar fleiri veitingastaði.“ Aðspurður hvert hann fari núna til að fá sér að borða hlær Atkinson og segir: „American Style og Serrano.“ - tom
Dominos-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira