Körfubolti

Ellefu bikarúrslitaleikir um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir tekur þátt í nokkrum bikarúrslitaleikjum um helgina.
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir tekur þátt í nokkrum bikarúrslitaleikjum um helgina. Vísir/Vilhelm
Það verður mikil körfuboltaveisla í Laugardalshöllinni um komandi helgi en þá fara fram allir bikarúrslitaleikir sambandsins, allt frá meistaraflokkunum báðum niður í 9. flokk karla og kvenna.

Þetta eru samtals ellefu bikarúrslitaleikir á 50 klukkutímum, tveir leikir á föstudagskvöldi, fjórir leikir á laugardegi og fimm leikir á sunnudegi.

10. flokkur kvenna ríður á vaðið á föstudagskvöldið en þá verður einnig spilað í stúlknaflokki. 10. flokkur karla og drengjaflokkur spila sitthvorum megin við úrslitaleiki karla og kvenna á laugardeginum og á sunnudaginn spila síðan 9. flokkur karla og kvenna, 11. flokkur karla og unglingaflokkar karla og kvenna.

Þetta er í fyrsta sinn sem allir bikarúrslitaleikir körfuboltans fara fram á sama stað og um sömu helgi en undanfarin ár hafa yngri flokkarnir verið á annarri helgi en meistaraflokkarnir.



Bikarúrslitin í körfuboltanum 2015:

Föstudagurinn 20. febrúar

18.30 10. flokkur kvenna (Keflavík-Ármann/Hrunamenn)

20.30 Stúlknaflokkur (Haukar-Keflavík)

Laugardagurinn 21. febrúar

9.30 10. flokkur karla (Haukar-KR)

13.30 Meistaraflokkur kvenna (Grindavík-Keflavík)

16.00 Meistaraflokkur karla (Stjarnan-KR)

19.00 Drengjaflokkur (Haukar-Tindastóll)

Sunnudagurinn 22. febrúar

10.00 9. flokkur karla (Haukar-Stjarnan)

12.00 9. flokkur kvenna (Grindavík-Keflavík)

14.00 11. flokkur karla (KR-Grindavík/Þór Þorl.)

16.00 Unglingaflokkur kvenna (Haukar-Keflavík)

18.00 Unglingaflokkur karla (Njarðvík-FSu)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×