Get strítt þeim bestu á góðum degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2015 06:00 Sævar vill keppa á ÓL í Suður-Kóreu árið 2018. Hér er hann á leikunum í Sotsjí í fyrra. fréttablaðið/getty Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Sævar Birgisson skíðagöngukappi er ekki ánægður með keppnistímabilið og árangurinn í sprettgöngu á HM í Falun í Svíþjóð, sem nú stendur yfir. Hann keppir á morgun í sprettboðgöngu ásamt Brynjari Leó Kristinssyni og verður það hans síðasta grein á mótinu. Sævar lenti í vandræðum í upphafi keppnistímabilsins vegna veikinda sem gerði það að verkum að punktastaða hans fyrir HM í Falun var slæm. Þar sem keppendum er raðað niður í rásröð eftir punktastöðu er erfitt að vinna sig upp en Sævari tókst þó að fara upp um þrettán sæti í undankeppninni á fimmtudag og hafnaði í 67. sæti. „Ég ákvað að lengja keppnistímabilið mitt í hinn endann fyrst byrjunin var svona hjá mér. Ég keppi á kanadíska meistaramótinu í mars og held svo jafnvel aftur til Svíþjóðar og Noregs og keppi meira þar, sem og á æfingamótum heima,“ sagði Sævar í samtali við Fréttablaðið. Hann er þegar byrjaður að hugsa um næstu Vetrarólympíuleika en þeir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu árið 2018. „Ég er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun um hvað ég geri en stefni að því að gera það í apríl. Þá tek ég annað hvort þá ákvörðun að halda áfram í þessu í þrjú ár eða einfaldlega hætta. Annað hvort gerir maður þetta almennilega eða ekki enda vinnst ekki mikill tími til annars ef maður vill ná almennilegum árangri,“ segir hann. Sævar stefndi að því að keppa í 50 km göngu á HM í Falun en það vannst einfaldlega ekki tími til að ná lágmörkum fyrir greinina. „Því setti ég meiri áherslu á sprettgönguna og upphaflega var það markmið mitt að vera meðal 40-50 efstu. Þá hefði ég verið sáttur,“ segir Sævar sem veit að hann á mun meira inni en hann hefur sýnt. „Ég veit hvað ég get á mínum besta degi. Þá á ég að geta strítt mörgum af þeim bestu,“ segir hann. Sævar vonast til að hann og Brynjar, sem keppa saman í sprettboðgöngunni á morgun, hitti á góðan dag. „Ef við eigum báðir góðan dag getum við hangið í þessum bestu liðum. Við verðum að sjá hvað okkur tekst að gera það lengi.“- esá
Íþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira