Sverrir og Petrúnella eru pottþétt bikartvenna Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2015 08:00 Petrúnella Skúladóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyfta bikarnum fyrir Grindavík í Höllinni. vísir/Þórdís Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Grindavík varð bikarmeistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúmlega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-61 | Grindavík bikarmeistari 2015 En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gulklædda stuðningsmenn Grindavíkur í stúkunni þegar Keflavíkurstúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á línuna. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunninn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn.Petrúnella Skúladóttir átti stórleik.vísir/þórdísPopp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bikarmeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik.Sjá einnig:Grindavík bikarmeistari í annað sinn | Myndaveisla „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feykilega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarðvík fyrir þremur árum var Petrúnella Skúladóttir í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugardaginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiksins. Sverrir og Petrúnella eru pottþétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslitum. Þau eru eina þjálfara- og leikmannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveimur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lykillinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“Pálína er búin að vinna fimm bikarmeistaratitla með þremur liðum í sjö tilranum.vísir/þórdísSigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undirstrikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Keflavík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik.Bikarmeistaraliðið 2015.vísir/þórdís
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Sverrir: Þegar við gerum hlutina saman erum við góðar Sverrir Þór Sverrisson stýrði Grindavík til sigurs á Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 15:58