Glórulaust Kaupþingslán Skjóðan skrifar 25. febrúar 2015 11:00 Ritstjóri Morgunblaðsins upplýsti í Reykjavíkurbréfi helgarinnar um að það hafi ekki verið ákvörðun hans að lána Kaupþingi rúman helming gjaldeyrisforða Seðlabankans 6. október 2008 heldur hafi það verið vilji ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að lána Kaupþingi. Þetta er án efa rétt munað hjá ritstjóranum. Davíð Oddsson hafði um árabil borið kala til stjórnenda Kaupþings og m.a. við eitt tækifæri hótað stjórnarformanni bankans að fella hann og því langsótt að hann hefði frumkvæði að því að lána bankanum gjaldeyrisvaraforðann. Ljóst er að lánveitingin var engu að síður á forræði og ábyrgð Seðlabankans. Athyglisvert er að Davíð lætur þess getið að enginn hafi spurt hann að því hvað þeim Geir fór fram í frægu símtali. Starfaði ekki heil rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í meira en ár að rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahruns? Sá sú nefnd aldrei ástæðu til að spyrja seðlabankastjórann um tildrög þess að gjaldeyrisforðinn var lánaður í næstum heilu lagi sama dag og neyðarlögin voru sett? Lánveitingin hefur verið gagnrýnd sem og að veð skyldi tekið í FIH-bankanum danska. Þetta veð þótti mjög traust á þessum tíma og FIH-bankinn stóð af sér hrunið og stendur enn. Margt bendir til þess að tapið sem Seðlabankinn varð fyrir vegna lánveitingarinnar stafi af því að þar innandyra hafi mönnum verið mislagðar hendur við að koma FIH-bankanum í verð fremur en að veðið hafi reynst ótraust. Lánið til Kaupþings var glórulaust og Seðlabankinn hefði aldrei átt að veita það. Neyðarlögin sem voru samþykkt að kvöldi 6. október, sama dag og lánað var, breyttu kröfuhafaröð íslensku bankanna og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur greint frá því að setning neyðarlaganna hafi verið sá örlagaatburður, sem felldi Kaupþing. Bæði forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn vissu nákvæmlega hvað fólst í setningu neyðarlaganna. Stjórnendur bankanna þekktu hins vegar ekki til innihalds þeirra. Með því að setja innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa var verið að brjóta gróflega gegn skilmálum í útgefnum skuldabréfum bankanna, sem voru þegar í stað gjaldfelld. Kaupþing átti aldrei minnsta möguleika á að standa af sér hrunið eftir að neyðarlögin voru samþykkt. Þetta máttu Davíð og Geir vita. Enn er þeirri spurningu þó ósvarað hvort þeir gerðu sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vinnubrögð virðast hafa verið undarleg við þessa lánveitingu af hálfu Seðlabankans. Hreiðar Már hefur til að mynda greint frá því að lánið var millifært til Kaupþings eftir símtal milli hans og Davíðs, áður en búið var að ganga frá lánasamningum eða veðsetningu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ritstjóri Morgunblaðsins upplýsti í Reykjavíkurbréfi helgarinnar um að það hafi ekki verið ákvörðun hans að lána Kaupþingi rúman helming gjaldeyrisforða Seðlabankans 6. október 2008 heldur hafi það verið vilji ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að lána Kaupþingi. Þetta er án efa rétt munað hjá ritstjóranum. Davíð Oddsson hafði um árabil borið kala til stjórnenda Kaupþings og m.a. við eitt tækifæri hótað stjórnarformanni bankans að fella hann og því langsótt að hann hefði frumkvæði að því að lána bankanum gjaldeyrisvaraforðann. Ljóst er að lánveitingin var engu að síður á forræði og ábyrgð Seðlabankans. Athyglisvert er að Davíð lætur þess getið að enginn hafi spurt hann að því hvað þeim Geir fór fram í frægu símtali. Starfaði ekki heil rannsóknarnefnd á vegum Alþingis í meira en ár að rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahruns? Sá sú nefnd aldrei ástæðu til að spyrja seðlabankastjórann um tildrög þess að gjaldeyrisforðinn var lánaður í næstum heilu lagi sama dag og neyðarlögin voru sett? Lánveitingin hefur verið gagnrýnd sem og að veð skyldi tekið í FIH-bankanum danska. Þetta veð þótti mjög traust á þessum tíma og FIH-bankinn stóð af sér hrunið og stendur enn. Margt bendir til þess að tapið sem Seðlabankinn varð fyrir vegna lánveitingarinnar stafi af því að þar innandyra hafi mönnum verið mislagðar hendur við að koma FIH-bankanum í verð fremur en að veðið hafi reynst ótraust. Lánið til Kaupþings var glórulaust og Seðlabankinn hefði aldrei átt að veita það. Neyðarlögin sem voru samþykkt að kvöldi 6. október, sama dag og lánað var, breyttu kröfuhafaröð íslensku bankanna og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur greint frá því að setning neyðarlaganna hafi verið sá örlagaatburður, sem felldi Kaupþing. Bæði forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn vissu nákvæmlega hvað fólst í setningu neyðarlaganna. Stjórnendur bankanna þekktu hins vegar ekki til innihalds þeirra. Með því að setja innistæðueigendur fram fyrir aðra kröfuhafa var verið að brjóta gróflega gegn skilmálum í útgefnum skuldabréfum bankanna, sem voru þegar í stað gjaldfelld. Kaupþing átti aldrei minnsta möguleika á að standa af sér hrunið eftir að neyðarlögin voru samþykkt. Þetta máttu Davíð og Geir vita. Enn er þeirri spurningu þó ósvarað hvort þeir gerðu sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Vinnubrögð virðast hafa verið undarleg við þessa lánveitingu af hálfu Seðlabankans. Hreiðar Már hefur til að mynda greint frá því að lánið var millifært til Kaupþings eftir símtal milli hans og Davíðs, áður en búið var að ganga frá lánasamningum eða veðsetningu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira