Nýtt nafn á kvennabikarinn í ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2015 07:00 Rakel Dögg. vísir/valli Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Undanúrslitaleikir Coca-Cola-bikars kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld og Rakel Dögg Bragadóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, spáir því að lið Vals og Gróttu fari langt á reynslunni í kvöld. Valur og Haukar mætast í fyrri leiknum klukkan 17.15. Haukakonur eru þremur sætum ofar í töflunni og unnu leik liðanna á dögunum. Valskonur eru aftur á móti að taka þátt í bikarúrslitahelginni sjötta árið í röð þótt lið þeirra í ár sé mikið breytt frá því sem hefur unnið bikarinn þrjú síðustu ár.Reynslan með Val „Ég hallast að því að Valur taki þann leik. Ég er mjög hrifin af Haukaliðinu því þar eru öflugar ungar stelpur. Ég held samt að Valsliðið sé með reynslu úr svona leikjum og þær eru með Kristínu Guðmundsdóttur í fararbroddi sem er í hörku standi og þá er Begga (Berglind Íris Hansdóttir) komin aftur í markið. Hún getur lokað rammanum í svona leikjum,“ segir Rakel Dögg. „Ungu stelpurnar í Valsliðinu eins og Morgan (Þorkelsdóttir) og fleiri búa að því að hafa verið með í fyrra. Haukastelpurnar eru hins vegar reynslulitlar í svona pressu leikjum þótt að þær séu að verða öflugri með hverju árinu,“ segir Rakel Dögg.Vörnin hjá Gróttuliðinu Grótta og ÍBV mætast síðan í seinni leiknum klukkan 20.00. Grótta er í efsta sæti deildarinnar og hefur tólf stigum meira en ÍBV sem er í fimmta sætinu. Grótta vann tíu marka sigur í Eyjum á dögunum og Rakel er viss um að Grótta klári þennan leik. „Ég held að þetta sér klár Gróttusigur því Grótta er bara með sterkara lið. Þær eru með mjög öflugt lið og þá sérstaklega í vörn með þær Önnu Úrsúlu (Guðmundsdóttur) og Evu Margréti (Kristinsdóttur) inni á miðsvæðinu. Íris er síðan búin að vera frábær í markinu og tekur oft rest, það sem fer framhjá Önnu og Evu,“ segir Rakel Dögg. „Gróttustelpurnar eru líka með leikmenn sem hafa unnið þennan titil og þær vita alveg hvað þær eru að gera. Ég alls ekki að segja að Grótta rúlli yfir ÍBV því þetta verður þokkalega jafn leikur en Grótta verður líklega með þetta allan tímann,“ segir Rakel.Grótta með sterkasta liðið „Þetta verður því Grótta-Valur í úrslitaleiknum og ég spái Gróttu sigri. Þær eru með sterkasta liðið af þessum fjórum sem eru eftir í keppninni,“ segir Rakel Dögg. Rakel metur reynsluna mikils þegar kemur að svona stórum leikjum. „Það að fara inn í Höllina, inn á dúkinn og í stemningu og umgjörð í kring. Þetta er alveg hrikalega skemmtilegt en á sama tíma setur þetta pressu á leikmenn. Þú færð aðeins fleiri fiðrildi í magann fyrir svona leiki en þetta er skemmtilegasta handboltahelgi ársins,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Liðin sem vinna í kvöld mætast í úrslitaleiknum klukkan 13.30 á laugardaginn en allir leikirnir fara að sjálfsögðu fram í Laugardalshöllinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira