Kökur og smjör Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Hér drýpur smjör af hverju strái – í bönkunum, hér býr fullt af fólki sem lifir á smálánum, hér rífast stjórnarflokkarnir um það hver eigi að ráða yfir fiskveiðiauðlindinni, sem okkur almenningi er talin trú um að sé í okkar eigu. Annað eins bull er varla til í íslensku samfélagi og er þó af nógu að taka. Hér bíða verktakar í röðum, eftir að geta grafið landið í sundur, lagt háspennulínur út um allt og hér er beðið eftir því að hægt sé að selja rafmagnið á undirverði til erlendra stórfyrirtækja, sem flytja svo allt sem þau framleiða úr landi. Hér nota stórfyrirtæki sér glufur í skattalöggjöf til þess að koma sér undan sköttum og það sama á við í grunnþjónustu, þar sem einkaaðilar hagnast um og eignast hundruð milljóna króna með því sem kallast „skattalegt hagræði“. Þetta minnir á nýlenduvæðingu Afríku á 19. og 20.öld þegar nýlenduveldin skiptu upp á milli sín álfunni og mergsugu hana inn að beini. Mörg af helstu vandamálum Afríku eru einmitt til komin vegna þessa. Og í umræðunni um heilbrigðiskerfið eru menn komnir svo langt að ræða sölu á ríkiseignum, þar með talið orkuauðlindum, Landsvirkjun og hlut í Landsbankanum til þess að byggja sjúkrahús. En réttlátara skattkerfi, þar sem þeir sem vaða í peningum láta meira af hendi rakna, það má ekki minnast á. Í frétt á RÚV frá því í febrúar segir: „Fátækt barna hefur aukist mest á Íslandi á árunum 2008 til 2012 af ríkjum OECD. Ísland er í neðsta sæti af fjörutíu og einu ríki og er næst á eftir Grikklandi. Mest fátækt er hjá börnum innflytjenda á Íslandi eða um 38 prósent…Fram kemur að fátækt barna á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 til 2012 eða frá 11,2 prósentum í 31,6. Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafa fallið undir lágtekjumörkin frá 2008.“ Þetta er fengið úr nýrri skýrslu UNICEF, þar sem borin eru saman gögn frá yfir 40 ríkjum OECD og Evrópusambandsins. Hvað er til ráða? Jú, það þarf að skipta þessari margumtöluðu köku með réttlátari hætti. Nei, bíddu við, segja frjálshyggjumenn, það þarf að stækka kökuna! Þá fá allir nóg. Nei, segi ég, það er nefnilega þannig að sumir eru með svo stórar kökur að þeim dugar varla lífið til, til þess að troða þeim ofan í sig. Þá geta þeir bara leyft öðrum að njóta með sér.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun