Óopinber gögn Baldur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 12:00 Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar