Ávinningur hönnunar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 11. mars 2015 10:00 Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar