Margt getur breyst á lokakvöldinu í Dominos-deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2015 08:00 Justin Shouse hjá Stjörnunni reynir að komast framhjá Emil Barja í Haukum í leik liðanna. Vísir/Andri Marinó KR og Tindastóll verða í efstu tveimur sætunum og sæti níu til tólf eru klár. Það er samt sem áður mikil spenna í loftinu fyrir lokaumferðina þar sem sum lið geta tryggt sér heimavallarrétt í átta liða úrslitunum en önnur dottið alla leið niður í áttunda sæti sem myndi þýða afar erfiðar viðureignir á móti Íslands- og deildarmeisturum KR. Staðan er líklega einföldust hjá nágrönnunum úr Reykjanesbæ. Vinni Njarðvík og Keflavík nefnilega sinn leik þá eru þau örugg með þriðja (Njarðvík) og fjórða sætið (Keflavík) sama hvernig fer í öðrum leikjum. Hin liðin sem geta hækkað eða lækkað í töflunni þurfa hins vegar að treysta líka á önnur úrslit til að komast sem hæst. Sigur Njarðvíkinga á Stjörnunni í 21. umferðinni var mjög stór enda staða Njarðvíkurliðsins í innbyrðisleikjum á móti næstu liðum ekki góð. Sigurinn á Garðbæingum bjargaði því að fallið hefði getað orðið hátt í kvöld en Njarðvíkingar geta engu að síðustu misst frá sér þriðja sætið. Keflvíkingar gætu ekki aðeins tryggt sér fjórða sætið með sigri á Haukum þeir myndi auk þess sjá til þess að það væru með heimavallarrétt í komandi einvígi á móti Haukum í átta liða úrslitunum. Haukarnir gætu líka tryggt sér heimavallarrétt í mögulegu einvígi við Keflavík en það væru nokkrar leiðir að þeirri niðurstöðu. Haukarnir hafa verið á mikilli sigurgöngu en töpuðu naumlega á Króknum í síðasta. Haukar taka 3. sætið af Njarðvík verði liðin jöfn en stórt tap á móti Keflavík gæti sent liðið alla leið niður í sjötta sætið. Stjörnumenn standa ágætlega í innbyrðisleikjum svo framarlega sem Þórsliðið blandar sér ekki í málið. Stórtap Stjörnuliðsins á móti Þór í fyrsta leiknum eftir bikarúrslitaleiknum gæti sent Garðbæinga alla leiðina niður í áttunda sætið og þar með inn í leiki á móti bikarsilfurliði KR í hefndarhug. Grindvíkingar standa ekki vel í innbyrðisleikjum á móti liðunum í kringum sig og þurfa því ekki aðeins að vinna sinn leik við Snæfell heldur einnig treysta á það að hin liðin tapi sínum leikjum ætli þeir að hækka sig í töflunni. Þórsarar eru í áttunda og síðasta sætinu og tveimur stigum á eftir liðunum í fimmta til sjöunda sæti en hagstæð úrslit Þórsliðsins á móti Stjörnunni og Grindavík munu hjálpa Þorlákshafnarbúum að ná sjötta sætinu vinni liðið Njarðvík í kvöld og úrslit úr öðrum leikjum eru hagstæð. Fjórir af sex leikjum kvöldsins skipta máli fyrir lokastöðuna í deildinni eða allir nema leikur Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi og leikur Fjölnis og KR í Grafarvogi. Spennan verður því á Ásvöllum (Haukar-Keflavík), í Þorlákshöfn (Þór-Njarðvík), í Garðabæ (Stjarnan-ÍR) og í Stykkishólmi (Snæfell-Grindavík). Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Topplið KR og Tindastóll fylgjast samt örugglega með stöðu mála í öðrum íþróttahúsum. KR-ingar fá nefnilega þá að vita hvort mótherjinn verði Þór, Stjarnan eða Grindavík í átta liða og Stólarnir bíða spenntir eftir því hvort mótherjinn í fyrsta úrslitakeppnisleiknum á Króknum í þrjú ár verði Keflavík, Stjarnan, Grindavík eða Þór. Hér fyrir neðan má sjá möguleika kvöldsins, þó í einfaldari útgáfu því möguleikarnir eru vissulega fleiri ef við eltum öll hugsanleg úrslit í lokaumferðinni. Strákarnir á karfan.is skrifuðu skemmtilega grein um „32 ef“ en hér höfum við tekið saman bestu og verstu úrslitin fyrir liðin fimm sem eiga möguleika á því að fara upp eða niður í töflunni í leikjum kvöldsins.Á uppleið eða niðurleið í kvöld - möguleikar liðanna sexNjarðvíkBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á ÞórVerstu úrslitin - 4. sæti Tap á móti Þór Haukar vinna KeflavíkHaukarBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á Keflavík Njarðvík tapar fyrir ÞórVerstu úrslitin - 6. sæti Tap fyrir Keflavík með 7 stigum eða meira Stjarnan vinnur ÍR Grindavík tapar fyrir SnæfelliKeflavíkBestu úrslitin - 4. sæti Sigur á móti HaukumVerstu úrslitin - 7. sæti Tap á móti Haukum Grindavík og Stjarnan vinna sína leikiStjarnanBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna bæði eða tapa bæðiVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkGrindavíkBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkÞór ÞorlákshöfnBestu úrslitin - 6. sæti Sigur á móti Njarðvík Grindavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
KR og Tindastóll verða í efstu tveimur sætunum og sæti níu til tólf eru klár. Það er samt sem áður mikil spenna í loftinu fyrir lokaumferðina þar sem sum lið geta tryggt sér heimavallarrétt í átta liða úrslitunum en önnur dottið alla leið niður í áttunda sæti sem myndi þýða afar erfiðar viðureignir á móti Íslands- og deildarmeisturum KR. Staðan er líklega einföldust hjá nágrönnunum úr Reykjanesbæ. Vinni Njarðvík og Keflavík nefnilega sinn leik þá eru þau örugg með þriðja (Njarðvík) og fjórða sætið (Keflavík) sama hvernig fer í öðrum leikjum. Hin liðin sem geta hækkað eða lækkað í töflunni þurfa hins vegar að treysta líka á önnur úrslit til að komast sem hæst. Sigur Njarðvíkinga á Stjörnunni í 21. umferðinni var mjög stór enda staða Njarðvíkurliðsins í innbyrðisleikjum á móti næstu liðum ekki góð. Sigurinn á Garðbæingum bjargaði því að fallið hefði getað orðið hátt í kvöld en Njarðvíkingar geta engu að síðustu misst frá sér þriðja sætið. Keflvíkingar gætu ekki aðeins tryggt sér fjórða sætið með sigri á Haukum þeir myndi auk þess sjá til þess að það væru með heimavallarrétt í komandi einvígi á móti Haukum í átta liða úrslitunum. Haukarnir gætu líka tryggt sér heimavallarrétt í mögulegu einvígi við Keflavík en það væru nokkrar leiðir að þeirri niðurstöðu. Haukarnir hafa verið á mikilli sigurgöngu en töpuðu naumlega á Króknum í síðasta. Haukar taka 3. sætið af Njarðvík verði liðin jöfn en stórt tap á móti Keflavík gæti sent liðið alla leið niður í sjötta sætið. Stjörnumenn standa ágætlega í innbyrðisleikjum svo framarlega sem Þórsliðið blandar sér ekki í málið. Stórtap Stjörnuliðsins á móti Þór í fyrsta leiknum eftir bikarúrslitaleiknum gæti sent Garðbæinga alla leiðina niður í áttunda sætið og þar með inn í leiki á móti bikarsilfurliði KR í hefndarhug. Grindvíkingar standa ekki vel í innbyrðisleikjum á móti liðunum í kringum sig og þurfa því ekki aðeins að vinna sinn leik við Snæfell heldur einnig treysta á það að hin liðin tapi sínum leikjum ætli þeir að hækka sig í töflunni. Þórsarar eru í áttunda og síðasta sætinu og tveimur stigum á eftir liðunum í fimmta til sjöunda sæti en hagstæð úrslit Þórsliðsins á móti Stjörnunni og Grindavík munu hjálpa Þorlákshafnarbúum að ná sjötta sætinu vinni liðið Njarðvík í kvöld og úrslit úr öðrum leikjum eru hagstæð. Fjórir af sex leikjum kvöldsins skipta máli fyrir lokastöðuna í deildinni eða allir nema leikur Skallagríms og Tindastóls í Borgarnesi og leikur Fjölnis og KR í Grafarvogi. Spennan verður því á Ásvöllum (Haukar-Keflavík), í Þorlákshöfn (Þór-Njarðvík), í Garðabæ (Stjarnan-ÍR) og í Stykkishólmi (Snæfell-Grindavík). Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Topplið KR og Tindastóll fylgjast samt örugglega með stöðu mála í öðrum íþróttahúsum. KR-ingar fá nefnilega þá að vita hvort mótherjinn verði Þór, Stjarnan eða Grindavík í átta liða og Stólarnir bíða spenntir eftir því hvort mótherjinn í fyrsta úrslitakeppnisleiknum á Króknum í þrjú ár verði Keflavík, Stjarnan, Grindavík eða Þór. Hér fyrir neðan má sjá möguleika kvöldsins, þó í einfaldari útgáfu því möguleikarnir eru vissulega fleiri ef við eltum öll hugsanleg úrslit í lokaumferðinni. Strákarnir á karfan.is skrifuðu skemmtilega grein um „32 ef“ en hér höfum við tekið saman bestu og verstu úrslitin fyrir liðin fimm sem eiga möguleika á því að fara upp eða niður í töflunni í leikjum kvöldsins.Á uppleið eða niðurleið í kvöld - möguleikar liðanna sexNjarðvíkBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á ÞórVerstu úrslitin - 4. sæti Tap á móti Þór Haukar vinna KeflavíkHaukarBestu úrslitin - 3. sæti Sigur á Keflavík Njarðvík tapar fyrir ÞórVerstu úrslitin - 6. sæti Tap fyrir Keflavík með 7 stigum eða meira Stjarnan vinnur ÍR Grindavík tapar fyrir SnæfelliKeflavíkBestu úrslitin - 4. sæti Sigur á móti HaukumVerstu úrslitin - 7. sæti Tap á móti Haukum Grindavík og Stjarnan vinna sína leikiStjarnanBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna bæði eða tapa bæðiVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkGrindavíkBestu úrslitin - 5. sæti Sigur á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan vinna sína leiki Þór vinnur NjarðvíkÞór ÞorlákshöfnBestu úrslitin - 6. sæti Sigur á móti Njarðvík Grindavík og Stjarnan tapa sínum leikjumVerstu úrslitin - 8. sæti Tap á móti Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli