Ég vænti þess að menn vilji vinna titla með sínu félagi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:00 Sveinbjörn spilar ekki fyrir annað félag en ÍR. Vísir/stefán ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
ÍR hefur að engu að keppa þegar liðið mætir Stjörnunni í Dominos-deildinni í kvöld. Það tryggði tilverurétt sinn í deild þeirra bestu á mánudagskvöldið þegar liðið valtaði yfir Skallagrím á heimavelli. Fimmtán ára vera þessa sigursælasta liðs sögunnar heldur því áfram næsta vetur. „Við mætum í þennan leik til að vinna hann,“ segir Sveinbjörn við Fréttablaðið aðspurður hvort ekki megi búast við spennufalli hjá Breiðhyltingum í kvöld. „Auðvitað er þetta miklu þægilegri staða að vera í, verandi búnir að tryggja sætið. Við reynum samt að vinna leikinn þótt hann skipti engu máli. Svo er líka bara svo gaman að spila á móti Justin Shouse,“ segir Sveinbjörn og hlær við. Þessi kraftmikli bakvörður viðurkennir fúslega að tímabilið hjá ÍR hafi verið vonbrigði: „Ef ég segði annað væri ég að skrökva. Þetta er ekki það sem lagt var upp með,“ segir hann. Því verður þó að halda til haga að ÍR-ingar misstu tvo lykilmenn út fyrir tímabilið; Hjalta Friðriksson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson. „Hjalti spilaði eins og kóngur í fyrra en hélt nú á vit ævintýranna í heimsreisu sem er auðvitað öllum hollt. Ekki datt okkur í hug að fara að stöðva hann. Bjöggi slítur svo krossband og auðvitað munar um þessa gaura. Það er endalaust hægt að afsaka sig en það verður að taka við, af því að þetta eru byrjunarliðsmenn,“ segir Sveinbjörn, sem vill þó líka sjá stöðugleika í þjálfara- og leikmannamálum. „Við höfum verið með fjóra þjálfara á síðustu þremur árum og sex á síðustu fimm árum. Stöðug þjálfaraskipti hafa sitt segja. Svo er ég eini maðurinn eftir í liðinu frá 2010. Nú bind ég vonir við að við höldum hópnum saman, fáum Hjalta og Bjögga aftur inn í þetta og verðum með sama þjálfara.“ ÍR hefur aldrei hafnað ofar en í 6. sæti síðan liðið kom aftur upp 2001 og ekki verið fyrir ofan níunda sæti síðustu fjögur tímabil. Þrátt fyrir það leitar hugur Sveinbjarnar, sem er með betri leikmönnum deildarinnar, sérstaklega í vörn, aldrei út fyrir Breiðholtið. „Ég hef engan áhuga á að spila fyrir annað lið en ÍR og það mun ég aldrei gera,“ segir hann ákveðinn aðspurður hvort hann ætli að fylgja fordæmi annarra öflugra ÍR-inga eins og Eríks Önundarsonar og Hreggviðar Magnússonar sem freistuðu gæfunnar í KR. „ÍR er mitt félag. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara og það mun ég aldrei gera. Ég trúi því að við munum gera góða hluti með þetta lið. Ég vænti þess að menn séu á sömu blaðsíðu og ég og þeir vilji vinna titla með sínu félagi,“ segir Sveinbjörn Claessen, hdl.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli