Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2015 10:00 Pálmi varð þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á tæplega 20 ára ferli. Vísir/Vilhelm Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Sjá meira