Mikilvægt að halda sigurhefðinni í liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2015 06:30 Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Eistlandi skipti íslenska liðið miklu máli. vísir/AFP Íslenska landsliðið verður aftur í eldlínunni í dag, fáeinum dögum eftir 3-0 sigur strákanna í Kasakstan á laugardaginn. Ísland mætir þá Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn og segir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, að mikilvægi leiksins sé mikið þó svo að um vináttulandsleik sé að ræða. Gera má ráð fyrir því að hann og Lars Lagerbäck tefli fram gerbreyttu liði og gefi þeim leikmönnum tækifæri sem spiluðu lítið eða ekkert á laugardaginn. Það er þó fleira sem kemur til, til dæmis staða liðsins á styrkleikalista FIFA. „Svo viljum við auðvitað halda sigurhefðinni gangandi. Við höfum ekki áhuga á að spila leiki sem skipta okkur engu máli. Við viljum vinna alla leiki því allir skipta þeir máli,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðið var þá komið til Tallinn og þjálfararnir að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir leikinn.Strákarnir fagna marki Eiðs Smára í Astana. Hann verður ekki með í dag.vísir/afpSkora lítið en spila þétta vörn Ísland mætti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli fyrir tæpu ári. Þar höfðu okkar menn betur, 1-0, með marki Kolbeins Sigþórssonar úr víti. „Sá leikur var mjög rólegur og lítið um færi. Þannig er bara leikstíll Eistlendinganna og við þurfum að læra að brjóta niður varnarleik slíkra liða,“ segir Heimir. „Eistland er í grunninn ekkert ósvipað liði Kasakstans og því hentar undirbúningur þess leiks vel fyrir leikinn á morgun [í dag]. Það verður einnig gaman að sjá hvernig nýir menn sem koma inn bregðast við svona leikstíl.“ Eistland byrjaði vel í undankeppni EM en liðið vann Slóveníu á heimavelli, 1-0. Síðan þá hefur liðið ekki skorað mark og fengið aðeins eitt stig í fjórum leikjum – í markalausu jafntefli gegn smáríkinu San Marino. Liðið hefur þó ekki verið að fá stóra skelli til þessa og fengið á sig aðeins fimm mörk í jafn mörgum leikjum E-riðils undankeppninnar. „Þeir eru mjög þéttir fyrir. Það þurfti þolinmæði í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra og þannig verður það einnig nú,“ segir Heimir. „Eistland, rétt eins og Lettland, leggur áherslu á að fá ekki á sig mark. Ég hugsa að þjóðin skilji nú hversu öflugt það var að vinna Lettland 3-0 á útivelli [í haust] – Lettarnir voru hreinlega óheppnir að fá bara jafntefli gegn Tékklandi á útivelli um helgina.“Birkir Már Sævarsson kom inn í liðið á móti Kasakstan.vísir/afpFIFA-listinn skiptir máli Stuðst verður við styrkleikalista FIFA þegar liðum verður raðað í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018, nánar tiltekið júlíútgáfan í sumar. Ísland er nú í 35. sæti listans og hefur tvo leiki – gegn Eistlandi í dag og gegn Tékklandi 12. júní – til að safna sér stigum og fikra sig upp listann. „Venjulega skiptir þessi listi engu máli nema á fjögurra ára fresti þegar liðunum er raðað niður í styrkleikaflokka [fyrir undankeppni HM]. Með góðum úrslitum í þessum leikjum gætum við jafnvel komist upp í annan styrkleikaflokk sem væri auðvitað frábært,“ segir Heimir. Þess má geta að Ísland var í næstneðsta styrkleikaflokki fyrir núverandi undankeppni og neðsta fyrir þá síðustu, er Ísland komst í umspilið í fyrsta sinn og tapaði þar fyrir Króatíu. Það ættu því að felast mikil tækifæri í því að komast upp í annan styrkleikaflokk.Tökum enga áhættu með menn Þjálfararnir gáfu reynsluminni leikmönnum tækifæri í síðasta vináttulandsleik, gegn Belgíu í október, og reikna má með því að svipað verði upp á teningnum í kvöld en þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki í hópnum í dag. „Við tökum enga áhættu af leikmönnum sem eru tæpir og við munum örugglega gefa leikmönnum tækifæri sem spiluðu ekkert í Kasakstan, enda var það alltaf áætlun okkar.“eirikur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira
Íslenska landsliðið verður aftur í eldlínunni í dag, fáeinum dögum eftir 3-0 sigur strákanna í Kasakstan á laugardaginn. Ísland mætir þá Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn og segir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, að mikilvægi leiksins sé mikið þó svo að um vináttulandsleik sé að ræða. Gera má ráð fyrir því að hann og Lars Lagerbäck tefli fram gerbreyttu liði og gefi þeim leikmönnum tækifæri sem spiluðu lítið eða ekkert á laugardaginn. Það er þó fleira sem kemur til, til dæmis staða liðsins á styrkleikalista FIFA. „Svo viljum við auðvitað halda sigurhefðinni gangandi. Við höfum ekki áhuga á að spila leiki sem skipta okkur engu máli. Við viljum vinna alla leiki því allir skipta þeir máli,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Liðið var þá komið til Tallinn og þjálfararnir að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir leikinn.Strákarnir fagna marki Eiðs Smára í Astana. Hann verður ekki með í dag.vísir/afpSkora lítið en spila þétta vörn Ísland mætti Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli fyrir tæpu ári. Þar höfðu okkar menn betur, 1-0, með marki Kolbeins Sigþórssonar úr víti. „Sá leikur var mjög rólegur og lítið um færi. Þannig er bara leikstíll Eistlendinganna og við þurfum að læra að brjóta niður varnarleik slíkra liða,“ segir Heimir. „Eistland er í grunninn ekkert ósvipað liði Kasakstans og því hentar undirbúningur þess leiks vel fyrir leikinn á morgun [í dag]. Það verður einnig gaman að sjá hvernig nýir menn sem koma inn bregðast við svona leikstíl.“ Eistland byrjaði vel í undankeppni EM en liðið vann Slóveníu á heimavelli, 1-0. Síðan þá hefur liðið ekki skorað mark og fengið aðeins eitt stig í fjórum leikjum – í markalausu jafntefli gegn smáríkinu San Marino. Liðið hefur þó ekki verið að fá stóra skelli til þessa og fengið á sig aðeins fimm mörk í jafn mörgum leikjum E-riðils undankeppninnar. „Þeir eru mjög þéttir fyrir. Það þurfti þolinmæði í leiknum á Laugardalsvelli í fyrra og þannig verður það einnig nú,“ segir Heimir. „Eistland, rétt eins og Lettland, leggur áherslu á að fá ekki á sig mark. Ég hugsa að þjóðin skilji nú hversu öflugt það var að vinna Lettland 3-0 á útivelli [í haust] – Lettarnir voru hreinlega óheppnir að fá bara jafntefli gegn Tékklandi á útivelli um helgina.“Birkir Már Sævarsson kom inn í liðið á móti Kasakstan.vísir/afpFIFA-listinn skiptir máli Stuðst verður við styrkleikalista FIFA þegar liðum verður raðað í styrkleikaflokka fyrir undankeppni HM 2018, nánar tiltekið júlíútgáfan í sumar. Ísland er nú í 35. sæti listans og hefur tvo leiki – gegn Eistlandi í dag og gegn Tékklandi 12. júní – til að safna sér stigum og fikra sig upp listann. „Venjulega skiptir þessi listi engu máli nema á fjögurra ára fresti þegar liðunum er raðað niður í styrkleikaflokka [fyrir undankeppni HM]. Með góðum úrslitum í þessum leikjum gætum við jafnvel komist upp í annan styrkleikaflokk sem væri auðvitað frábært,“ segir Heimir. Þess má geta að Ísland var í næstneðsta styrkleikaflokki fyrir núverandi undankeppni og neðsta fyrir þá síðustu, er Ísland komst í umspilið í fyrsta sinn og tapaði þar fyrir Króatíu. Það ættu því að felast mikil tækifæri í því að komast upp í annan styrkleikaflokk.Tökum enga áhættu með menn Þjálfararnir gáfu reynsluminni leikmönnum tækifæri í síðasta vináttulandsleik, gegn Belgíu í október, og reikna má með því að svipað verði upp á teningnum í kvöld en þeir Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki í hópnum í dag. „Við tökum enga áhættu af leikmönnum sem eru tæpir og við munum örugglega gefa leikmönnum tækifæri sem spiluðu ekkert í Kasakstan, enda var það alltaf áætlun okkar.“eirikur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Sjá meira