Látum unglingana í friði Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2015 07:00 Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun