Ólafur á leið til Frakklands: Stórt skref fyrir mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 06:30 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira