Ég verð kona í vor Magnús Guðmundsson skrifar 13. apríl 2015 07:00 Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listahátíð í Reykjavík Magnús Guðmundsson Mest lesið Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Sjá meira
Menning og listir eru mannbætandi. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Hvort sem um er að ræða bók, kvikmynd, mynd, tónlist, leikhús eða eitthvað annað sem er skapað þannig að hreyfi við mér, þeim lurk sem ég er, þá gerir það mig vonandi að ögn skárri manni. Örlítið skilningsríkari, fordómalausari og jafnvel kærleiksríkari manni. Það er göfugt verkefni. Verkefni sem er engan veginn viðunandi að sé einvörðungu sinnt af mínum líkum því þá er hætt við að árangurinn verði dálítið takmarkaður. En ef ég fæ innsýn í líf, tilfinningar og hugsanir þeirra sem deila ekki fyrir hugmyndaheimi mínum og reynslu, eins og til dæmis kvenna, þá held ég að þetta verði meira spennandi. Það er einmitt tilgangurinn með Listahátíð í Reykjavík og fleiri lista- og menningarhátíðum sem efnt er til á ári hverju. Að gefa fólki þess kost að stækka sinn reynslu- og hugmyndaheim, kynnast því sem stendur því fjarri í gráma hversdagsins og bæta sig jafnvel frá því sem við vorum deginum áður. „Betri í dag en í gær“ eins og þar stendur. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík á komandi vori, að því gefnu að það komi að endingu vor, var kynnt í liðinni viku. Það sem vekur helst aðdáun og áhuga undirritaðs er hugrekki Hönnu Styrmisdóttur, listræns stjórnanda hátíðarinnar, til þess að leitast við að rétta hlut kvenna í dagskránni. En mjög svo hefur hallað á hlut þeirra allt frá fyrstu hátíðinni árið 1970. Tilefnið fyrir því að farið var að skoða þessi mál var aldarafmæli kosningaréttar kvenna á þessu ári og er nú tekið til við það verkefni að rétta hlut þeirra í dagskránni. Þannig að í tilefni af afnámi skertra mannréttinda fyrir hundrað árum er nú reynt að bæta úr fjörutíu og fimm ára órétti og mismunun á sviði lista og menningar innan Listahátíðarinnar í Reykjavík. Það er dálítið dapurlegt og ekki góður vitnisburður um framþróun okkar sem réttláts samfélags. Það er þó ánægjulegt að Listahátíðin í Reykjavík árið 2015 hefur tekið sér heitið Fyrri hluti. Seinni hluti verður svo að ári liðnu með þeim formerkjum að halda áfram því verkefni að rétta hlut kvenna innan hátíðarinnar. Minna má það nú ekki vera og eiga Hanna Styrmisdóttir og hennar fólk hrós skilið fyrir þessa ákvörðun. Fyrir tilstilli þessarar ákvörðunar sýnist mér að Listahátíð í Reykjavík sé í eðli sínu stærri og athyglisverðari en hún hefur oft áður verið. Hún sé nær því markmiði sínu að gefa okkur þess kost að bæta okkur eilítið sem manneskjur og ég er ekki frá því að það sé ekki vanþörf á. Dæmi hver fyrir sig. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að láta listakonur í meirihluta, en karla í minnihluta, hreyfa við okkur, sýna okkur inn í hugarheim sinn og deila með okkur reynslu sinni af lífinu. Í ár gefst okkur tækifæri til þess að vera konur. Ég hlakka til.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun