Komdu og sjáðu Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2015 07:00 Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun