Komdu og sjáðu Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2015 07:00 Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar