Hildarleikur í hafi: hvað getum við gert? Hermann Ottósson og Þórir Guðmundsson skrifar 21. apríl 2015 09:00 Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun