Leiðbeinandi eftirlit eða refsivöndur? skjóðan skrifar 22. apríl 2015 11:45 Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Virkt samkeppniseftirlit er mikilvægt fyrir frjálsa samkeppni á markaði. Neytendur veita sjálfir öflugt samkeppniseftirlit en stundum dugar það ekki til. Á fákeppnismörkuðum á borð við eldsneytissölu, bankastarfsemi og greiðslukortaþjónustu er mikilvægt að skilvirk og öflug eftirlitsstofnun fylgist með því að stórir aðilar á markaði beiti ekki ólöglegu samráði t.d. til að knésetja smærri aðila á markaði eða hækka verð til neytenda umfram það sem eðlilegt er. Nýlega féll dómur í máli sem Samkeppniseftirlitið kærði til lögreglu fyrir margt löngu. Málið snerist um meint verðsamráð Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á grófvöru á borð við timbur, steinull og gifsplötur. Rannsókn málsins tók fjögur ár hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu. Tólf manns voru ákærðir, flestir ungir og óreyndir, en enginn stjórnarmaður eða framkvæmdastjóri sætti ákæru. Ákærurnar beindust að starfsmönnum á plani en ekki stjórnendum fyrirtækjanna. Ellefu voru sýknaðir og einn millistjórnandi dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sem verður að telja undarlegt í ljósi þess hve erfitt hlýtur að vera að sanna samráð manns við sjálfan sig eða ólögmæti þess. Dómarinn dæmdi ríkið til að greiða samtals 90 milljónir í málsvarnarlaun hinna ákærðu. Að auki hefur margra ára rannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu og lögreglu auk undirbúnings ákæruvaldsins vart kostað minna en 30-40 þúsund vinnustundir þannig að kostnaður ríkisins nemur samtals hátt í hálfan milljarð við þessa sneypuför. Og hvaða þúfa velti nú þessu þunga hlassi yfir á skattgreiðendur þessa lands? Jú, samkeppnisaðili sakaði ofangreind fyrirtæki um að hafa með sér verðsamráð. Alvarlegt mál, ekki satt? En hvað leiddi rannsókn málsins í ljós? Jú, starfsmenn fyrirtækjanna höfðu hringt sín á milli til að spyrja um verð á tilteknum vörum. Í einhver skipti spurði sá sem hringt var í um verð hjá hringjanda um leið og hann gaf umbeðnar upplýsingar, en slíkt mun brjóta í bága við lög. En er einhver munur á svona hringingum og því þegar starfsmenn Bónus gera verðkönnun í verslunum Krónunnar og öfugt? Felst eitthvað meira verðsamráð í símtali en að mæta á staðinn? Alveg örugglega ekki. Þarna hafa Samkeppniseftirlitið, lögregla og saksóknari sólundað hálfum milljarði í dauðadæmda málsókn þegar einfaldast hefði verið hjá forstjóra Samkeppniseftirlitsins að kalla einfaldlega stjórnendur fyrirtækjanna á fund, benda þeim á að ekki er leyfilegt að skiptast á upplýsingum um verð í síma og beina því til þeirra að veita starfsfólki sínu viðeigandi þjálfun. Annars fari málið í viðurlagaferli. Samkeppniseftirlitinu er nefnilega eins ætlað að vera leiðbeinandi eftirlitsstofnun sem stuðlar að heilbrigðri samkeppni og refsivöndur sem refsar eftir á fyrir samkeppnisbrot.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent