Tollar: umfangsmesti matarskatturinn Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun